sunnudagur, apríl 09, 2006

Að eigna sér heiðurinn að gjörðum annarra

Skv. nýjustu fréttum stendur til að lækka vsk af mat á næsta ári. Það sem ég hugleiddi þegar ég las þetta var hversu langt mundi líða þar til stjórnarandstaðan væri að eigna sér heiðurinn, eða hluta af honum, af þessum lækkunum. Og það stóð ekki á því, sá fyrsti sem ég heyrði í af stjórnarandstöðunni sem tjáði sig um þessa lækkun sagði í annari setningu sem hann sagði að þetta væri nú nokkuð sem Samfylkingin væri búin að tala um í doldinn tíma. Eins og það skipti einhverju máli. Það var hann Össur Skarphéðinsson í Kastljósinu.

Þessi ríkisstjórn var búin að minnast á þessa nálgun í skattalækkunum fyrir nokkru síðan, það er ekki bara Samfylkingin sem hefur talað um þetta. En á það minntist Össur ekki. Það var eins og hann væri að reyna að láta líta út fyrir að það væri Samfylkingunni að hluta að þakka að þetta væri að fara í gang núna. En það er ekki svo, Samfó er í stjórnarandstöðu og er tannlaus nöldurtuðra á meðan svo er. Þannig liggur nú bara í því.

Það breytir því ekki þó að Össur hefur verið betri og beittari en áður eftir að hann tapaði fyrir svilkonu sinni Ingibjörgu Sólrúnu í slagum um formannssætið í Samfylkingunni. Össur blómstrar núna sem aldrei áður en fylgið við Samfó hrynur af þeim undir forrystu ISG, Pandóru.

Þetta er win/win staða. Samfylkingin veikist mikið á sama tíma og við getum notið þess að hlusta og lesa Össur blómstra og brillera.

Engin ummæli: