mánudagur, febrúar 20, 2006

Menntamálaráðherra stefnir á styttingu á námi til stúdentsprófs. Og þessu eru flestir kennarar mótfallnir miðað við síðustu fréttir. Þá fer maður að velta fyrir sér af hverju. Í Finnlandi byrja börn skólagöngu sjö (7) ára og ljúka stúdentsprófi 19 ára. Finnst kennurum þetta bara eðlilegur munur? Tvö ár sem tekur íslensk börn að ljúka svo gott sem sama námi? Þess fyrir utan virðst námsárangur finnskra barna vera betri, þau standa sig betur í t.d. í stærðfræði.

Nú veit ég að flestir kennarar eru metnaðarfullir og vilja standa sig vel. Þess vegna er ég undrandi á þessari afstöðu að vera á móti þessum breytingum Menntamálaráðuneytisins.

Engin ummæli: