þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Þengill fór í bað í fyrradag. Sem er svosum ekkert nýtt og það sem hann gerði þar var heldur ekkert nýtt. Drengur bara lorraði í baðið. Hann var nýkominn ofaní, og ég við hliðina á honum, þegar ég merkti rembing í svip hans. Og undan honum komu tveir brúnir baðkarahákarlar, illa lyktandi. Þengill var tekinn úr baðinu strax, lorrarnir veiddir úr og settir í sinn eðlilega farveg. Síðan tók við sótthreinsun á baði og leikföngum sem í baðinu voru. Rosa gaman.

Þetta er í annað skipti sem hann gerir þetta, síðast fékk hann að leika aðeins með lorrana áður en það uppgvötvaðist hvað hann hafði gert.

Bríet aftur á móti skrifaði nafnið sitt og Lailu systur í gærkvöldi, án aðstoðar. Hún er 3 ½ ára.

Já, það er misjafnt sem þau systkinin aðhafast.

1 Comments:

At 16 febrúar, 2006 10:15, Blogger Sigurgeir said...

Fyndið ef Þengill hefði tekið einn lorra og skrifað nafnið sitt á vegginn með honum. Yrðir þú ekki bæði ofsalega stoltur og ofsalega pirraður :-)

 

Skrifa ummæli

<< Home Sigurjón Sveinsson, Sigurjón, fleebah