þriðjudagur, maí 23, 2006

Við Elsa fórum á Da Vinci lykilinn á sunnudaginn sl. Fín ræma. Ég var búinn að plana þetta, átti að vera óvænt ferð. Hringdi í Friðgeir bróðir og bað hann um að passa. Ég hélt að ég hefði komið því til skila að þetta væri surprise ferð. En svo kom Friðgeir heim kl. 7:30 til að passa og sagði "Hæ" og svo "Hvenær byrjar myndin". Og þar með vissi Elsa hvað til stóð :) og hún hló vel. Ég hafði s.s. EKKI komið því til skila að þetta væri leyniferð.

Jæja, þetta tekst bara næst.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home Sigurjón Sveinsson, Sigurjón, fleebah