þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Ég horfði á mynd sem ég er búinn að geyma að horfa á nokkra daga. Munich eftir Steven Spielberg. Frábær mynd sem ég mæli með. Þetta er ekki grínmynd né fjölskyldudrama heldur hápólitísk ádeila á keðjuverkun og vítahring endalausra hefnda stríðandi fylkinga. Ekki skemmir að myndin er mjög vel gerð. Vel skrifuð, vel leikin, góð leikmynd og kvikmyndatakan frábær.
Á nokkrum dögum hef ég horft á tvær myndir sem sitja í mér og ég hugsa um aftur og aftur. Það er Munich og Syriana. Tvær frábærar, langar og góðar myndir. Báðar eiga þær það sameiginlegt að þær eru um sjálfsrýni kvikmyndaleikstjóra, þeir eru að gagnrýna sitt eigið þjóðfélag, sitt fólk.

Á kvikmyndir.is er hægt að lesa góða gagnrýni um Munich.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home Sigurjón Sveinsson, Sigurjón, fleebah