Tekið af internetinu:
"Í sambandi við skopmyndamálið: Til skamms tíma, ef ekki ennþá, blasti við ferðamönnum sem komu til landsins gríðarstórt skilti í nágrenni Hafnarfjarðar, þar sem sjá mátti höfuð á svíni og áletrunina Ali grís. Hjá shíítum stendur tengdasonur Múhameðs, Ali, honum næstur að virðingu, og geta má nærri hversu mjög það hefur sært og stuðað ferðamenn frá t. d. Íran að sjá nafn Alis tengt svínshöfði. í rauninni er með ólíkindum að þetta skuli ekki hafa skaðað samskipti Íslendinga og shííta.
Til að koma í veg fyrir misskilning benti grandvar maður á, hversu ráðlegt væri að breyta nafninu á þessu fyrirtæki. Til dæmis mætti mála yfir stafinn A í Ali og setja Ó í hans stað."
Engin ummæli:
Skrifa ummæli