mánudagur, maí 22, 2006

Hallgrímur Helgason er orðinn leiðinleg, rispuð plata

Ég las "Þetta er allt að koma" eftir Hallgrím Helgason af mikilli áfergju á sínum tíma og hló afskaplega mikið og lengi að þeirri bók. "101 Reykjavík" einnig. Svo kom "Höfundur Íslands" og þar hló ég ekki mikið, enda ekki þannig bók, og hef reyndar ekki klárað hana. Ekki "Herra Alheimur" heldur, hef ekki klárað hana ennþá (segir það ekki ýmislegt um bók, ef maður nennir ekki að klára hana?).
Síðan boðaði konungur Íslands, DAO, hann á teppið, og spurði hvað honum gengi til með öllum þessum greinum sem hann hefði verið að birta og hreita ónotum í kónginn. Og eftir það hefur Hallgrímur verið eins og einhver tuðandi nöldurskjóða um leið og hann opnar munninn. Tuðið er vel orðað, því er ekki að neita, en tuð engu að síður.
Svo fór konan hans í framboð fyrir Samfylkinguna í Reykjavík og síðan þá hefur tuðið ágerst og nær nú nýjum lægðum í grein hans á Visir.is og þá sennilega í Fréttablaðinu líka.
Hvað er að manninum? Hann er algerlega obsessed í hatri sínu á stjórn landsins og Sjálfstæðisflokknum sérstaklega. Og algerlega hættur að vera skemmtilegur og beittur, bara með bitlaust, vel orðað, tuð.
Ég ætla þó að klára bækurnar hans, Herra Alheim sérstaklega.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home Sigurjón Sveinsson, Sigurjón, fleebah