mánudagur, nóvember 27, 2006

Við Elsa vorum í ferðalagi í Baltimore ásamt trem öðrum hjónum. Skemmtileg ferð um margt, mikið borðað.
En ég sá skó sem ég mátaði og keypti meira að segja, enda voða flottir. Það sem vakti þó athygli mína var að á kassanum stóð "metal detector friendly". Það þykir þá s.s. kostur í Bandaríkjunum að skór komist í gegnum málmleitartæki án þess að þau bípi.

Þetta segir held ég margt um það þjóðfélag sem þar er.

Engin ummæli: