mánudagur, nóvember 28, 2005
Einhvern veginn finnst manni að tíminn líði allt of hratt og að börnin stækki of fljót. En það er kannski eigingirni í mér, þau verða jú að stækka og þroskast, þessar elskur.
fimmtudagur, nóvember 24, 2005
Umskorin typpi og pokabrjóst
Ég var að velta því fyrir mér hvort að ekki væri hægt að snúa þessu við á þær stöllur. Segjum sem svo að brjóstin á Charlotte væru farin að pokast aðeins. Síga aðeins. Myndi henni þykja það smart ef nýr kærastinn myndi segja "þetta er í fyrsta skipti sem ég er með stelpu sem er ekki með stinn brjóst" og svo færi hann að ræða brjóstin hennar við félagana? Kannski væri nú einn eðlilegur í þeim hóp sem þætti það bara flott að vera með brjóst au naturelle. Svo er það nú efni í nýtt póst hvort að það sé ekki argasti dónaskapur að ræða typpi/brjóst kærastans/unar við vini sína.
Myndi Charlotte svo á endanum láta setja sílicon í brjóstin á sér til að þóknast kærastanum? Myndi það vera flott innslag í þessa þætti, flott skilaboð til kvenna? Held ekki. Mig grunar nú að þá myndi heyrast hljóð úr horni um staðalímyndir, lélega fyrirmynd og röng skilaboð til kvenna og stúlkna. Og ég myndi sjálfur taka hástöfum undir það. Öskra mig hásann.
Hvað er ég að reyna að segja með þessu? Ég er að reyna að segja að mér finnst fáránlegt að það virðist vera í lagi, í vinsælum bandarískum þætti, að ætlast til þess að typpi séu tálguð til að falla að fegurðarskyni kvenna. Typpi eru frábær tól, umskorin eður ei.
þriðjudagur, nóvember 22, 2005
Byggðastofnun vonandi öll
Nú er svo komið að Byggðastofnun hefur tapað svo miklu fé að undanförnu að lánsbært fé er komið undir 8% og Byggðastofnun getur ekki "lánað" lengur. Það er gott og ég vona svo sannarlega að þetta verði banabiti þessarar stofnunnar sem oftar en ekki hefur verið notuð í að ausa fé í verkefni flokksfélaga og kunningja þeirra fyrirgreiðslupólitíkusa sem hafa verið í forsvari stofnunnarinnar þá stundina.
Adieu à jamais, Byggðastofnun!
fimmtudagur, nóvember 17, 2005
Þar fór Áramótaskaupið
Frétt mbl.is
Sjónvarp | Áramótaskaup Sjónvarpsins: Þrjár konur við stjórnvölinn
Áramótaskaup Sjónvarpsins er orðið jafn órjúfanlegur þáttur jólahátíðar landsmanna og kerti og spil. Jafnan hvílir mikil leynd yfir efnistökum Skaupsins en nú er komið í ljós hverjir, eða réttara sagt hverjar, skrifa og leikstýra verkinu í ár. Það er þær Edda Björgvinsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir og Kristín Pálsdóttir sem þessa dagana horfa á atburði liðins árs með spéspegli og rita handrit að Skaupinu. Þær munu jafnframt koma til með að skipta leikstjórninni á milli sín en Edda sér þó um stærstan hluta þess verkefnis, að sögn Rúnars Gunnarssonar, deildarstjóra innlendrar dagskrárgerðar hjá Sjónvarpinu.
Að sögn Rúnars eru upptökur þegar hafnar á Skaupinu og má búast við að þar verði saman komnir helstu gamanleikarar þjóðarinnar.
Edda Björgvins, Helga Braga Djísus kærst. Þar fór áramótaskaupið til fjandans. Edda er einhver sú ófyndnasta manneskja á Íslandi, Helga Braga löngu þreytt og leiðinleg, eini vonarneystinn er Kristín Pálsdóttir því ég veit ekki hver hún er og því er kannski séns að einhvert húmorgen sé ennþá lifandi í henni.Af hverju ekki að virkja Baggalút? Þar eru menn sem sjá allar fjórar víddirnar á málefnunum.
þriðjudagur, nóvember 15, 2005
"Þingmaður kærir dreifingu klámmyndar af sér
Það hefur heldur betur færst fjör í leikinn í sveitastjórnarkosningunum sem fram fara í Danmörku í dag. Þingmaður Þjóðarflokksins, Louise Frevert sem býður sig fram til borgarstjóraembættis í Kaupmannahöfn, hefur kært til lögreglu dreyfingu plakata sem sýnir grófa klámmynd af henni. Frevert segist ekki hafa hugmynd um hver stendur að baki dreyfingunni en myndin er 30 ára gömul. Hún er að vonum bálreið vegna plakatanna enda verða þau henni varla til framdráttar í kosningunum."
Ég er að spá, hvað er málið? Mig grunar að hún sé foj út af höfundarréttinum. Ekki er hún að fá krónu vegna birtingar á þessum myndum. Ekki krónu.
Hvað ætli Smáís myndi segja við svona löguðu?
sunnudagur, nóvember 13, 2005
Starfsdagur KB banka færir manni hetjur
Joe Simpson kom á sviðið. Og ég bara gapti af undrun. Joe þessi er maðurinn sem myndin "Touching the Void" fjallar um. Maður sem fótbrotnaði á einum af hæstu tindum heims, var talinn vera látinn af félaga sínum, og skreið svo til base camt með fótinn brotinn, barðist við gífurlegan sársauka, ofþornun, kulda, þreytu og allt.
Ég á mér nokkrar hetjur. Emil Zapotek, Rósu Parks, Alvin York, Lance Armstrong og Joe Simpson. Þegar einn af þeim birtist fyrir framan mann og heldur ræðu um afrek sitt þá einhvern veginn verður maður alveg bit. Orðlaus. Trúir þessu varla. En þarna var hann kominn og hélt snilldarræðu. Það hjálpaði að hafa séð myndina sem er raunveruleg endursögn af því sem gerðist, engu sleppt og engu bætti við.
Þegar hann hafði lokið máli sínu þá var að sjálfsögðu klappað. Ég var fyrstur í salnum til að standa upp, með liðsinni Sigurgeirs. Var búinn að ákveða að gera þetta því síðan myndi salurinn fylgja með. Sem hann og gerði. :)
föstudagur, nóvember 11, 2005
Hæstiréttur skítur upp á bak
Í dómsorði segir " Ákærði og lögreglumanni sem með honum var í lögreglubifreiðinni hafði tvívegis borist tilkynning um hraðakstur hans auk þess sem þau höfðu sjálf með radar mælt hraða bifhjólsins á Norðurströnd á Seltjarnarnesi og reyndist hann þá að teknu tilliti til vikmarka hafa verið 129 km/klst. Í framhaldi þess leituðu þau ákærða í nágrenninu."
S.s. Hæstiréttur gefur sér það að hjólarinn sé sá sem löggan mældi á of miklum hraða. En málið er að hjólarinn var sýknaður af því. Og í viðbót var annar maður búinn að hljóta refsingu fyrir það brot. Þetta er eins og ef ég væri kærður fyrir að lemja Jón Jónsson, sýknaður af því og annar dæmdur fyrir árásina en svo væri það notað gegn mér í Hæstarétti að ég hefði lamið Jón!!!! What?
Annað er þarna inni sem er furðulegt. Það var búið að sanna það að lögreglan hefði EKKI verið með ljósin kveikt (sanna með skráningu úr Tetra kerfinu á ferðum og aðgerðum lögreglubíla) og að ökumaðurinn hefði EKKI misst stjórn á hjólinu, dottið og hjólið hefði farið á löggubílinn, heldur að hjólinu hefði verið ekið BEINT á lögreglubílinn. En nei, Hæstiréttur tekur EKKI mark á fjöldamörgum físískum sönnunargögnum sem og mati sérfræðings heldur hlustar bara á orð löggunar um að hjólarinn hefði misst stjórn á hjólinu fyrir áreksturinn.
Þessi dómur segir bara eitt. Ef það á að refsa lögregluþjóni fyrir stórhættulegar aðgerðir sem geta leitt til dauða saklausra borgara sem lögguna "grunar" um eitt og annað þá þurfa allir hæstaréttardómarar að verða vitnið að brotinu, í sló mósjon, sem og brotið tekið upp á video af fjölmargra manna. Minna dugar greinilega ekki til til að lögreglumenn verði látnir bera fulla ábyrgð á stórhættulegum líkamsárásum gegn borgurum landsins.
Mér er alveg sama hvað hver segir, hæstaréttardómarar geta líka verið fífl og hálfvitar.
miðvikudagur, nóvember 09, 2005
Blast from the Past
Við spjölluðum um liðin afrek og liðna tíma, um gamla félaga og hvað þeir væru að gera núna. Það eru fimm og hálft ár síðan ég hætti í deildinni, eftir 5 1/2 árs þjónustu, og var forvitinn um hvað gömlu félagarnir væru að gera.
Þeir voru flestir orðnir yfirmenn af einhverri sort, sem er gott. Einn er látinn, fékk beinsjúkdóm í Afríku, nokkrir voru hættir í deildinni eins og ég, sumri voru enn að hlaupa á sig í vitleysu, einn er orðinn atvinnu fjallaklifrari og er í S-Ameríku núna, allir hafa verið í einhvers konar action. Þessi heimsókn rifjaði upp gamla tíma og það var virkilega gaman að fá hann Dan í heimsókn.
Við skiptumst á heimilisföngum og email addressum og hann mun koma mér í samband við gamla félaga úti í gegnum email. Ég hef einsett mér að vera duglegri að halda sambandi við þessa gömlu félaga mína sem ég deildi með bestu árum æfi minnar.
sunnudagur, nóvember 06, 2005
Anti-spam birting á netföngum
Ég hef verið að velta því fyrir mér í nokkurn tíma hvernig hægt er að birta netfang á opinni vefsíðu án þess að vera að drukkna í spami daginn eftir. Ég fékk nasasjón af því hvernig væri hægt að leysa þetta í lokaverkefni mínu í Háskólanum í Reykjavík núna í vor en komst aldrei í að setjast niður og skrifa þetta.
Sem er skrítið, það tók mig svona hálftíma að skrifa þetta í VBScript og Javascript.
Trikkið er að skrifa allt afturábak. Spam “glæpamenn” nota leitarvélar til að skríða um netið og safna netföngum. Leitarvélarnar lesa allann texta í vefsíðum og þegar þær koma að netföngum eru þau skráð. Þá er bara um eitt að ræða til að plata þessar leitarvélar og það er að skrifa út netföngin þannig að leitarvélarnar annað hvort skilja það ekki eða skrá það vitlaust. Og ég ákvað að fara þá leið að skrifa allt afturábak. S.s. sigurjon hja sigurjon . net yrði ten.nojrugis@nojrugis.
Forritunin skiptist í tvennt. Annars vegar verður að skrifa strenginn afturábak í vefsíðuna og krækjan verður líka að innihalda netfangið á afturábak.
Netfangið er skrifað rétt í grunn, s.s. ekki aftur á bak. En þegar það er skrifað út í birtingu er því snúið við í VBScript með StrReverse fallinu. CSS sér um að birta strenginn “rétt” og svo er Javascript fall í krækjunni sem sér til þess netfangið virki sem góð og gild mailto krækja þegar smellt er á hana.
Kóðinn fyrir Javascriptið er:
function reverseString(input) {
var output = '';
for (i = 0; i <= input.length; i++) {
output = input.charAt (i) + output
}
location.replace("mailto:"+output);
}
CSS klasinn sem birtir öfugan streng rétt er svona:
.reverse { unicode-bidi:bidi-override; direction: rtl; }
Það var hann Bjössi hjá Öðru Veldi sem benti mér á þetta og á hann heiðurinn að þessu.
Krækjan er svo skrifuð:
<a href="javascript:reverseString(' ten.nojrugis@nojrugis ');" class="reverse"> ten.nojrugis@nojrugis</a>
Það má sjá þennan kóða í action neðst á hinni vefsíðunni minni, í fætinum.
1. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson með 6.424 atkvæði í 1. sæti.
2. Hanna Birna Kristjánsdóttir með 6.392 atkvæði í 1.-2. sæti.
3. Gísli Marteinn Baldursson með 6.694 atkvæði í 1.-3. sæti.
4. Kjartan Magnússon með 6.264 atkvæði í 1.-4. sæti.
5. Júlíus Vífill Ingvarsson með 5.943 atkvæði í 1.-5. sæti.
6. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir með 6.629 atkvæði í 1.-6. sæti.
7. Jórunn Frímannsdóttir með 6.422 atkvæði í 1.-7. sæti.
8. Sif Sigfúsdóttir með 5.723 atkvæði í 1.-8. sæti.
9. Bolli Thoroddsen með 6.100 atkvæði í 1.-9. sæti.
10. Marta Guðjónsdóttir með 5.327 atkvæði í 1.-9. sæti.
Ég kaus í gær, í fyrsta skipti sem ég tek þátt í prófkjöri. Gerði það í og með til að styðja Eggert Pál, vinnufélaga minn, sem komst svo ekki á topp 15 listann. Synd.
Það er gaman að sjá hvað konur eru að koma sterkar inn. Koma sterkar inn á eigin forsendum meðal jafningja. Það þarf ekki gerræðislegar sérforsjárhyggjuaðgerðir á borð við fléttulista og kynjakvóta innan Sjálfstæðisflokksins. Reyndar er það ekki undarlegt, flokkurinn er málsvari einstaklinsins og einkaframtaksins. Að njóta þess að vera metinn eftir eigin ágæti en ekki kyni. Þannig að það kemur ekki til greina annað en að fólk komist til metorða á eigin ágæti en ekki kyni.
Hanna Birna og Tobba (Þorbjörg Helga) styrktu stöð sína. Kjartan einnig. Ég vona bara að ósigur Gísla letji hann ekki til afreka. Hann er efnilegur en kannski óþroskaður, þarf meiri tíma. Sjáum til hvað verður.
laugardagur, nóvember 05, 2005
Svo fór ég og greiddi atkvæði í dag hér í Grafarvoginum. Jibbí. Ég sagði mömmu frá þessu og hún var nú ekki að hoppa hæð sína af hrifningu yfir þessu hjá mér. Pabbi á eftir að verða fúll út í mig yfir þessu líka. Sjáum til hvað það verður lengi.