Það hafa komið ýmsar fréttir frá Venesúela undanfarið varðandi Hugo Chavez. Hann er kominn með vald til að stjórna með tilskipunum svo hann geti látið framkvæma eitt kosningaloforð sitt, þjóðnýtingu orkufyrirtækja og fjarskiptafyrirtækja. Í dag kom frétt í Fréttablaðinu um að hann muni koma með í vikunni tilskipun sem gefur honum vald til að stjórna matvæladreifingunni. Ástæðan er skortur á matvælum. Ástæðan fyrir skortinum er verðstjórnun ríkisins, að sögn samtaka iðnaðarins. S.s. það á að koma á ríkismarkaðslögum til að bæta úr afleiðingum annarra ríkismarkaðslaga.
Sko, þetta er farið að líta skuggalega út eins og svo margar sósíalískar tilraunir sem yfirleitt hafa endað með ósköpum hjá þeim þetta átti að hjálpa upphaflega, almenningi. Sjáum t.d. Mugabe í Zimbabwe, þar sem aðgerðir á borð við aðgerðir Chavez hafa m.a. skilað því að atvinnuleysi er 80%, verðbólga er 1600% og efnahagur landsins er svo gott sem ónýtur. Samt var ekki langt síðan að þetta land var með þeim farsælustu í Afríku hvað lífsgæði varðaði.
Það ömurlegasta við þetta allt saman er að vinstri menn hérlendis hæla Chavez mikið og þykir mikið til hans koma. Sennilega vegna þess að hann er sósíalisti, eins og þeir, sem og að hann er horn í síðu Bush. S.s. óvinur óvinar míns er vinur minn. Svona eins og t.d. Saddam Hussein var vinur USA þar til hann réðst inn í Kuwait.
Ég veðja krónu hér með að þessar "efnahagsaðgerðir" Chavez beri ekki annan ávöxt en að auka enn á vanda Venezuela. Eftir 5-7 ár verður lýðnum ljóst hvað sósíalisminn í rauninni gerir ekki annað en a dreifa jafnt örbigð og ömurleika yfir alla.
2 ummæli:
Já það er vonandi að Venesúela verði ekki eins og Svíþjóð, þaðan sem allar þessar ægilegu sósíalista stefnur og fyrirtæki eru. IKEA, Ericsson, Volvo.... You name it.
Annars myndi ég fara varlega í að jafna saman Mugabe og Chavez, ólík lönd, heimsálfur og aðstæður.
Chavez hefur gengið ágætlega, allavega það vel að fólkið hefur kosið hann með síauknum meirihluta. Munum að fátækt hefur verið rosaleg í Venezuela og Chavez erfði þessi vandamál frá eignastéttinni sem nota bene er markaðs-fólk. Leita að einhverju góðu lesefni fyrir þig.
Skrifa ummæli