mánudagur, febrúar 05, 2007

Grasekkill

Jæja, þá komið að því. Kona mín, Elsa megabeib af International klassa, er farin til Hollands á námskeið í tvær vikur. Við börnin erum heima á meðan og berjumst við daglegan hversdagsleika án hennar. Hún fór út í gærmorgun en við náðum að meika fyrsta daginn án hennar.
Það kom þó smá bakslag í gærkvöldi þegar Bríet sagðist sakna mömmu sinnar þegar hún fór að sofa. Komu tár og grátur. Við ákváðum að hringja í Elsu og Bríet fékk að bjóða góða nótt. Ég veit þó ekki hvort að þetta var góð hugmynd að gera þetta, því tárin héldu áfram eftir að á var lagt.

Sjáum til hvernig gengur í kvöld. "Sjálfstæðis"maðurinn Þengill aftur á móti böðlaðist áfram í gegnum daginn án þess að spyrja um mömmu. Hann þarf engann, ekki mig, ekki mömmu sína, engann. Sjálfstæður. Tveggja ára.

2 Comments:

At 05 febrúar, 2007 20:11, Anonymous Nafnlaus said...

Ó. Músin mín hún Bríet. Bara grátur og grátur. Ó. Það er hreint ekki fyrir mæður að yfirgefa börnin sín svona, en megabeib verða bara að gera slíkt. Allt fyrir bisnessinn!

Ó.

Og Þengilinn bara eins og Duracell...heldur bara áfram! Sætasti maðurinn.

Ó.

11 dagar til viðbótar.

Kossar, knús og purr í háls!

Elsa/mamma

 
At 07 febrúar, 2007 09:48, Blogger Sigurgeir said...

Hættiði þessu ég er alveg að fara að gráta!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home Sigurjón Sveinsson, Sigurjón, fleebah