þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Grasekkill dagur 10

Jæja, tíundi dagurinn runninn upp án Elsu. Við söknum hennar mikið, öll sömul, en huggum okkur við það að hún kemur heim eftir þrjá daga. Þessi dagur hófst á því að tekið var hitastig Lasarusar og viti menn, hann var enn með 38,6°C. Sem sagt, enn veikur. Mamma renndi við hérna kl. 8 til að fara með Bríeti í leikskólann fyrir mig. Reddaði mér alveg þar. Við Þengill fórum bara að dunda okkur hérna. Bubbi byggir er núna í sjónvarpinu og Þengill er að fylgjast með honum með öðru auganu jafnhliða því að hann situr við borðið og litar.

Ég blogga bara og hlusta á Rush.

2 Comments:

At 13 febrúar, 2007 13:00, Anonymous Nafnlaus said...

Hallu hallu!

Ja mikid agalega verdum vid oll fegin ad hittast ad nyju...herre Gud!

Langir dagar...langir dagar...her ytra! En fostudagurinn hlytur ad renna upp!

Bestustu kvedjur!
E

 
At 13 febrúar, 2007 22:14, Anonymous Nafnlaus said...

Jæja þá, nú er bara komið kvöld...ég búin að fá símtalið frá ykkur feðgum. Ó, sætasta röddin hans smáa. "Hendlill!" Mikil ólukka er það að lungnabólga sé komin í hús! Mamma kemur bráðum heim.

Bestu batakveðjur frá Hollandi!

 

Skrifa ummæli

<< Home Sigurjón Sveinsson, Sigurjón, fleebah