Breiðarvíkumálið er núna mikið á döfinni. Ungir drengir sendir á einangrað sveitabýli til að þola andlegt og líkamlegt ofbeldi og kynferðislega misnotkun. Allt í umsjá og að frumkvæði ríkis og sveitarfélaga. Menn spyrja sig að því hvernig þetta gat gerst og hvað eigi að gera til að bæta úr þessu máli. Sumir segja fébætur, aðrir sjálfræðiaðstoð. Kröfur um afsökunarbeiðni hafa heyrst einnig. Það eru allt góðar og gildar kröfur.
Birgismálið er einnig á döfinni. Mikið rætt um það líka. Brotnar sálir leyta á náðir Sáluhjálpara sem reynist ekki svo heilagur. Misnotkun trausts, BDSM, starfsmenn sem barna skjólstæðinga, misnotkun á almannafé og listinn er langur. Aðalmaður þessa máls, Guðmundur Jónsson hefur nú verið kærður margsinnis fyrir þetta og meira er á leiðinni.
Fyrra málið gerðist á árunum 1964-1970, seinna málið gerist á samtíma okkar. 40 ár á milli. Það er þó einn samnefnari í þessum málum.
Það vantaði töluvert uppá eftirlit með starfsemi þessara stofnanna og þegar eitthvað gruggugt kom upp á yfirborðið, þá var því stungið undir stól, málið þaggað niður, ekkert gert í viðvörunum eða þær stimplaðar "trúnaðarmál". Af þeim sem báru ábyrgð á þessu máli. Glæsilegt, ekki satt?
Nú spyr ég, hvað á að gera í Breiðarvíkurmálinu? Aðstoð fyrir þolendur, algerlega. En það á ekki að stöðva þar. Mistök eru til að læra af þeim, ekki satt? Það má því draga þá ályktun að ekki hafi neinn lært neitt af Breiðarvíkurmálinu, og öðrum svipuðum málum á undan því, fyrst að Byrgið var rekið eins og Breiðarvík. Án eftirlits og óþægilegum orðrómum og skýrslum stungið undir stól, þögn.
Og ef þetta er mynstrið í meðferð okkar minnsta og veikasta bróður, og menn læra ekki neitt af því þegar mynstrið brotnar með hvelli, þá á þetta eftir að gerast aftur og aftur.
Sem sagt, við eigum eftir að vera að slökkva elda í stað þess að vera með það góða brunavörn að engir eldar kvikkna.
Höfum við efni á því? Hefur okkar minnsti og veikasti bróðir efni á því? Viljum við horfa á svona mál eftir 10 ár aftur? Og aftur spyrja okkur "Hvernig gat þetta gerst"? Og aftur tala um hvernig á að bæta þolendum þjáningarnar? Eftir að þau hafa dottið í brunnin? Hvernig væri því að staldra núna við og koma því þannig fyrir að brunnurinn sé birgður svo okkar minnsti bróðir falli ekki þar ofaní.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli