Við vöknuðum í morgun kl 8 til að Bríet færi í leikskólann. Þengill var enn með hita, 39,8°C og ég því ekkert á leiðinni í vinnuna. Mamma fór með Bríeti á leikskólann og sækir hann svo á eftir.
Við feðgarnir erum bara búnir að chilla í morgun, ég að vinna í verkefnum sem ég er með fyrir utan vinnu og Þengill að horfa á barnó eða leika sér. Svo núna rétt í þessu var hann við hliðina á mér í sófanum. Hann lá á bakinu, lesandi kynningarbækling frá Smáralind. Mjög spekingslegur. En Smáralind er margt til lista lagt því augnlok kauða byrjuðu að síga, oooooofur hægt. Sigu.... sigu.... sigu..... Bæklingurinn seig jafnframt ofurhægt aftur á bak, ofurhægt..... ofurhægt.... og Þengill sofnaði.
Ég trítlaði inn í svefnherbergi þeirra barna, fann þar tvær litlar sængur og setti aðra ofan á Þengil, hina til að dúða hann vel.
Þetta er svooo sætt.
[PS. 13:55]
Þengill vaknaði aftur, ég hélt á honum inn í rúm og hann hélt áfram sínum svefni þar. Úrvinda Lasarus.
1 ummæli:
Ja herna her...massa hiti...
Kvedja fra mo[urinni, sem hangir enn a thessu blessada namskeidi.
Skrifa ummæli