Jæja, Þengill er orðinn lasinn. Ég fór með Bríeti og Þengil í leikskólann í morgun og allt í góðu. Fór svo í vinnuna en viti menn, 1 ½ tíma síðar hringir síminn, Fífurimi on the line. Ég svara og fæ þær fregnir að Þengill sé kominn með tæplega 40°C hita. Ég s.s. bruna í Fífuborg og næ í lasarus. Nú erum við heima feðgarnir. Þengill að chilla og ég að blogga stuttlega. Bríet er í leikskólanum og veit ekki af framvindu mála.
[kl. 22:00]
Jæja, stubbur farinn að sofa. Og Bríet er hjá mömmu og gistir þar í nótt. Ég er að vonast til þess að með því verði henni bjargað frá smiti. Þengill er búinn að vera í rosalegum sveiflum í dag. Fór að sofa rétt fyrir hádegi og svaf til uþb. kl. 16:30. Eins og rotaður. Friðgeir bróðir kom í heimsókn kl 13 eftir smá víking í Englandi þar sem hann heimsótti Agga. Friðgeir fór kl. 18 og ég eldaði mat handa okkur feðgunum. Þengill vildi ekkert borða og fór að lokum í sófann. Ég kláraði minn mat og gekk frá en tók svo eftir því að Þengill var orðin frekar slappur. Ég ákvað þá að mæla pilt og viti menn, hitinn hafði rokið upp í tæpar 40°C. Ég fór strax að leita að Parasupp stílum en fann enga. Fann þó Panodil og muldi niður hálfa (ráðlagðan skammt skv. leiðbeiningum), blandaði í eplasafa, setti í sprautu og gaf honum. Og viti menn, eftir 15 mín. var hann orðinn aftur fjörugur og líflegur.
Hann er núna farinn að sofa og ég fer að halla mér fljótlega líka.
1 ummæli:
Æi lumman sín! Ó, er hann kominn með í eyrun?
Áhyggjufull móðir...alltof langt í burtu!
Skrifa ummæli