miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Grasekkill dagur 2-3

Jæja, ævintýri okkar halda áfram í Berjarima 36, íbúð 204. Þengill er kominn með kvef og hósta, Svo gott er kvefið hans að í morgun, í bílnum á leið í leikskólann, hnerraði ungi herrann og vitandi það að hann væri kvefaður snéri ég mér við í bílstjórasætinu og leit aftur í. Og viti menn, úr báðum nösum lá grænt, djúsí hor, svo langt að það náði úr nösum niður fyrir munn og hálfa leið yfir hökuna. Ég snaraði mér í hasti út úr bílnum, opnaði dyrnar hjá Þengli sem var svo hissa á þessum hnerra, og afleiðingum hans, að hann horfði á mig koma með skelfingu í augum yfir horinu, og aðdáum í augum yfir gífurlegri snerpu föður síns, og tók því fagnandi þegar ég kom með mína fingur og þurrkaði horið framan af drengnum og "skolaði því af mér" í snjónum úti. Skrítið hvað maður verður ónæmur fyrir kúki, pissi, ælu og hori þegar maður er orðinn tveggja barna faðir.

Bríet er bara alltaf jafn yndisleg. Say no more.

Við Elsa eigum tvo bíla, VW Passat station og Volvo 240 GL '87. Ég er vanalega á Volvonum en Elsa á Passat. Nema hvað að í fjarveru Elsu er ég á Passatinum. Og á mánudagskveld ákvað ég að þvo Passatinn í bílageymslunni hjá mömmu og pabba, enda var hann orðinn æði skítugur. Nema hvað, ekkert merkilegt með það annað en að daginn eftir var frost mikið úti og hurðalæsingar ekki alveg að spila með. Þ.e. dyrnar opnuðust en vildu ekki lokast aftur. Þetta var bagalegt um morguninn þegar átti að fara með kjúklingana tvo í leikskólann. Þá var brugðið á það ráð að ræsa Passat, miðstöð í botn, börn og faðir fóru í leikskólann í Volvo, síðan snéri faðir aftur í Berjarima og hafði þá Passat hitnað nóg til að hægt var að loka afturhurð bílstjórameginn. En bílstjórahurðin neitaði enn staðfastlega að lokast (-5° úti). Og hafði faðir ákveðið að fara með Passat í bílageymslu Kbaupþings til upphitunar. Og þegar faðir ákveður eitthvað þá er það sko ákveðið. Þannig að ég keyrði Passatinn í vinnuna með aðra hönd á hurð, hélt fast, og hina í því að stýra og skipta um gíra. Þetta fór bara vel og hurðin lokaðist loks að sjálfu sér þegar ég var alveg að komast í Ármúlann.
Svo náði ég bara í börnin til mömmu og pabba eftir vinnu og fór heim. Afísaði frystihólfið í ísskápnum, lék við börnin og fíflaðist, setti Þengil í rúmið, horfði á sjónvarpið og fór að sofa.

Já, alveg rétt, kvöldið sem ég þvoði Passatinn þvoði ég börnin líka, s.s. setti þau í bað og þvoði hátt og lágt. Rosa gaman. Nema hvað að ég var nýbúinn að þurrka Þengill (og sendi hann fram berrassaðann) og var að sinna því að ganga frá baðinu, kemur ekki stubbalingur hlaupandi fram fyrir baðherbergið, bendandi inn í herbergið sitt og hrópandi "Gúgu, gúgu". Já, sá stutti hafði bara tekið sig til og lorrað einum stórum á gólfið í herberginu á þeirri einu mínútu sem hafði liðið frá því að hann kom uppúr baðinu.

Afreksmaður á ferð þarna! Held að þetta sé met í Berjarima í því að kúka á gólf á sem stystum tíma eftir að hafa komið uppúr baði. Halda svona áfram Þengill.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Snilldin ein...svona kukasogur ylja manni um hjartaraetur her i afplanuninni i Hollandi.

Dasemdarfjolskylda vid erum:)

Knus, Elsa sin.

Nafnlaus sagði...

Já Sigurjón minn, það getur oft verið nóg að gera einn með tvö börn, hvað þá þrjú. Ég veit alveg hvað þú ert að ganga í gegnum. En spúsan þín verður komin heim áður en þú veist af.

En þið eruð yndisleg hvort sem þið kúkið á gólf eður ei.

Kveðja,
Sara