Síðan kom læknir og skoðaði Lasarus og gat ekki enn komið með afdráttalausa sjúkdómsgreiningu. Blóðprufu þyrfti til (svipaða og sykursjúkir gera, dropi kreistur úr fingurgómi) til að greina betur líkur á lungnabólgu. Prufa var tekin með þar til gerðri skotnál og kreysti og ekki kveinkaði Þengill sér. Kannski var hann skotinn í hjúkkunni...
Síðan var okkur vísað yfir á röngendeild og þar tóku við okkur röngentæknarnir Tinna og Guðrún. Þær tóku röngenmynd af Þengli og gáfu honum uppblásinn latex hanska með andiliti teiknuðu á sem verðlaun.
Þengill var kátur mjög sem og þær stöllur. Við snérum síðan við aftur yfir á Barnadeild Hringsins og biðum niðurstaðna þar. Þar var okkur tilkynnt af deildarlækni þar að Þengill væri kominn með "sæmilega" lungnabólgu (hún skilgreindi ekki "sæmilega" neitt frekar) og sagði mér að hann fengi sýklalyf. Voila. Þá var það komið. Ég þakkaði fyrir mig og hönd Þengils og hélt heim á leið með viðkomu í apóteki að ná í lyfið, sem heitir einhverju nafni sem ég get aldrei munað.
Fyrir utan það að komast að því að Þengill væri með lungnabólgu tók ég eftir tvennu öðru í þessari heimsókn á spítalann.
- Það er greinilega í gangi eitthvað alþjóðlegt samsæri með að nefna lyf nöfnum sem enginn getur munað nema einhverjir starfsmenn heilbrigðiskerfisins. Ekki svartur almenningur og tölvunarfræðingar eins og ég. Samt man maður nöfn á fullt af klasasöfnum í .NET frameworkinu. Skrítið.
- Ég er greinilega farinn að eldast. Deildarlæknirinn var slatta yngri en ég og veit ég þó að á bak við starf hennar er mikið nám sem tekur mörg ár.
1 ummæli:
Blomid smaa...mikid er thad gott ad lesa...enginn hiti lengur. Thad er ljost ad modirin tekur vid vaktinni med thann lungna-bolgna i naestu viku. Fyrirtaekid hlytur ad fyrirgefa slikt:)
2 dagar!
E
Skrifa ummæli