þriðjudagur, apríl 18, 2006

Skv. fréttum af forsýningum Da Vinci lykilsins er myndin í "uppnámi" vegna þess að amerískir áhorfendur voru ekki ánægðir með hárið á Tom Hanks í myndinni.
Tom Hanks er gersamlega frábær leikari sem maður hefur séð fara á kostum í Cast Away, Forrest Gump, The Ladykillers, Joe Versus the Volcano, Saving Private Ryan, The Terminal og fleiri og fleiri. Nú er mér spurn: gerðu áhorfendur í forsýningu engar athugasemdir við t.d. skeggið í Cast Away, heimskuna í Forrest Gump, snobbið og hrokann í The Ladykillers, hreiminn í The Terminal? Er það eina sem bandarískir áhorfendur hafa áhyggjur af jafn grunnt og hárgreiðsla aðalhetjunnar?

Hver segir svo að það megi ekki vanmeta bandarísku þjóðina...

1 ummæli:

Meistarinn sagði...

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLI SINNNNNNNNNNNNNNN.

Elsa.