sunnudagur, febrúar 26, 2006

Hvað eiga Maximus og Ghandi sameignilegt?

Svarið er: Ég.

Ég tók annað persónuleikapróf á netinu um hvaða frægi leiðtogi ég væri og endaði sem Ghandi. Alger snilld. Ghandi er að sjálfsögðu sýndur mikill heiður með þessu.

Ghandi að sjálfsögðu hefur fundið sér viðeigandi lífsförunaut.

föstudagur, febrúar 24, 2006

Ég, Maximus

Jæja, eftir að hafa lesið bloggið á JónGroup ákvað ég að athuga hvernig mínar ofurhetjuhneigðir liggja. Og þær eru eftirfarandi:


You scored as Maximus. After his family was murdered by the evil emperor Commodus, the great Roman general Maximus went into hiding to avoid Commodus's assassins. He became a gladiator, hoping to dominate the colosseum in order to one day get the chance of killing Commodus. Maximus is valiant, courageous, and dedicated. He wants nothing more than the chance to avenge his family, but his temper often gets the better of him.



Maximus



71%

Indiana Jones


67%

James Bond, Agent 007


63%

The Terminator


58%

William Wallace


58%

Batman, the Dark Knight


46%

Neo, the "One"


46%

Lara Croft


46%

The Amazing Spider-Man


38%

Captain Jack Sparrow


38%

El Zorro


25%

Which Action Hero Would You Be? v. 2.0
created with QuizFarm.com

mánudagur, febrúar 20, 2006

Menntamálaráðherra stefnir á styttingu á námi til stúdentsprófs. Og þessu eru flestir kennarar mótfallnir miðað við síðustu fréttir. Þá fer maður að velta fyrir sér af hverju. Í Finnlandi byrja börn skólagöngu sjö (7) ára og ljúka stúdentsprófi 19 ára. Finnst kennurum þetta bara eðlilegur munur? Tvö ár sem tekur íslensk börn að ljúka svo gott sem sama námi? Þess fyrir utan virðst námsárangur finnskra barna vera betri, þau standa sig betur í t.d. í stærðfræði.

Nú veit ég að flestir kennarar eru metnaðarfullir og vilja standa sig vel. Þess vegna er ég undrandi á þessari afstöðu að vera á móti þessum breytingum Menntamálaráðuneytisins.

laugardagur, febrúar 18, 2006

Þetta er alltaf að verða betra og betra með lóðarúthlutanirnar. Skv. fréttum í Fréttablaðinu var einn maður, Benedikt Jósepsson, sem átti hæsta tilboð í allar einbýlishúsalóðir nema eina. Hann fékk s.s. 39 af 40 lóðum. Er það svona fyrirkomulag sem R-listinn ætlar að hafa í úthlutunum lóða í Nýju Reykjavík?

Ég segi bara "Bravó". Svona á að sko að braska með lóðir. R-listinn er greinilega að útskrifast í fasteignabraskinu núna. Og ef markmiðið með útboðinu var að úthluta lóðum til fjölskyldufólks sem vill byggja sitt eigið hús þá er R-listinn gersamlega úti að aka í þessu máli. Sem kemur svosum ekkert á óvart í sjálfu sér.

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Þengill fór í bað í fyrradag. Sem er svosum ekkert nýtt og það sem hann gerði þar var heldur ekkert nýtt. Drengur bara lorraði í baðið. Hann var nýkominn ofaní, og ég við hliðina á honum, þegar ég merkti rembing í svip hans. Og undan honum komu tveir brúnir baðkarahákarlar, illa lyktandi. Þengill var tekinn úr baðinu strax, lorrarnir veiddir úr og settir í sinn eðlilega farveg. Síðan tók við sótthreinsun á baði og leikföngum sem í baðinu voru. Rosa gaman.

Þetta er í annað skipti sem hann gerir þetta, síðast fékk hann að leika aðeins með lorrana áður en það uppgvötvaðist hvað hann hafði gert.

Bríet aftur á móti skrifaði nafnið sitt og Lailu systur í gærkvöldi, án aðstoðar. Hún er 3 ½ ára.

Já, það er misjafnt sem þau systkinin aðhafast.

mánudagur, febrúar 13, 2006

Af Ali og Óla grís

Tekið af internetinu:
"Í sambandi við skopmyndamálið: Til skamms tíma, ef ekki ennþá, blasti við ferðamönnum sem komu til landsins gríðarstórt skilti í nágrenni Hafnarfjarðar, þar sem sjá mátti höfuð á svíni og áletrunina Ali grís. Hjá shíítum stendur tengdasonur Múhameðs, Ali, honum næstur að virðingu, og geta má nærri hversu mjög það hefur sært og stuðað ferðamenn frá t. d. Íran að sjá nafn Alis tengt svínshöfði. í rauninni er með ólíkindum að þetta skuli ekki hafa skaðað samskipti Íslendinga og shííta.
Til að koma í veg fyrir misskilning benti grandvar maður á, hversu ráðlegt væri að breyta nafninu á þessu fyrirtæki. Til dæmis mætti mála yfir stafinn A í Ali og setja Ó í hans stað."

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Ég horfði á mynd sem ég er búinn að geyma að horfa á nokkra daga. Munich eftir Steven Spielberg. Frábær mynd sem ég mæli með. Þetta er ekki grínmynd né fjölskyldudrama heldur hápólitísk ádeila á keðjuverkun og vítahring endalausra hefnda stríðandi fylkinga. Ekki skemmir að myndin er mjög vel gerð. Vel skrifuð, vel leikin, góð leikmynd og kvikmyndatakan frábær.
Á nokkrum dögum hef ég horft á tvær myndir sem sitja í mér og ég hugsa um aftur og aftur. Það er Munich og Syriana. Tvær frábærar, langar og góðar myndir. Báðar eiga þær það sameiginlegt að þær eru um sjálfsrýni kvikmyndaleikstjóra, þeir eru að gagnrýna sitt eigið þjóðfélag, sitt fólk.

Á kvikmyndir.is er hægt að lesa góða gagnrýni um Munich.

laugardagur, febrúar 04, 2006

Draumurinn of dýr

Mig hefur lengi dreymt um að byggja hús, þak yfir höfuðið, fyrir fjöskylduna. Sérstaklega hefur þessi möguleiki orðið meira fýsilegri með hækkandi húsnæðisverði. Í stað þess að kaupa 220 fm hús á 40 millur þá byggja það sjálfur fyrir um 30 millur total. Nú er að hefjast útboð lóða við Úlfarsárdal og útboðsgögn er að finna hér. Borgin er að bjóða lóðir til einstaklinga, ekki lögaðila. S.s. fyrir Jón og Gunnu, ekki eitthvað ehf. En hvað er borgin að fara fram á?

Fyrir íbúðarhúsnæði er lágmarkstilboð 10.5 millur. Fyrir parhús 11 millur samtals (5,5 hvor íbúð). Þetta er lágmarkstilboð. Mér er misboðið svo ekki sé meira sagt. Fyrir ekki svo löngu síðan voru boðnar út lóðir í Breiðholti á 3,6 lóðin. Mér sýnist sem svo að það borgi sig bara alls ekki að byggja sjálfur. Borgin er að spenna svo upp húsnæðisverð enn eina ferðina með þessum fáránlegu verðkröfum að það er ekki fyrir neinn nema sterkefnaðan að bjóða í.
Nú nýverið var Mosfellsbær að bjóða út lóðir í Krikahverfi og einbýlislóðin var þar á föstu verði, ekki hæsta boð, og verðið var frá 6,9 til 9,9.
Þetta er enn ein ástæðan fyrir því að vera illa við R-Listann. Gott mál að þessi helv. kommahelvíti eru að fara frá. Geta ekki fengið nóg að blóðmjólka borgaranna.

Það er í sjálfu sér ekkert kommúnískt að taka hæsta tilboði. En er það hér hlutverk borgarinnar að takmarka framboð lóða í langann tíma, skv. samkomulagi við fasteignafélag, til að sprengja svo upp lóðaverð og græða massa mikið af þessu? Ég er svona barnalegur að trúa því að stjórnvöld séu hér til að þjóna borgurunum en ekki græða á þeim. Ég meina, þeir sem byggja þarna koma til með að borga lögboðin fasteignagjöld það sem eftir er.

Skv. LÁGMARKSVERÐI verða greiðslur til borgarinnar eftirfarandi:
Einbíli: 40 lóðir, 420 milljónir.
Parhús: 43 lóðir, 473 milljónir.
Raðhús: 13 lóðir, 312 milljónir rúmlega.
Fjölbýli: 24 lóðir, 872 milljónir tæplega.
Samtals gerir þetta 2.076.975.000. Og þetta eru ekki lokatölur heldur lægsta tilboð.
Finnst engum þetta too much nema mér kannski?

Ef þetta á að vera það sem koma skal í Reykjavík þá held ég leggi á hilluna alla drauma um að byggja. Það er ekki þess virði, ávinningurinn er of lítill. Maður á eftir að búa þá í hráu hverfi án þjónustu í einhver ár, ófrágengnu húsi, ófrágengin lóð, keyra börnin í skólann til að byrja með því enginn skóli verður í hverfinu og svo framvegis. Þess fyrir utan að vinna í húsinu dag og nótt í X tíma.