mánudagur, apríl 24, 2006
þriðjudagur, apríl 18, 2006
Skv. fréttum af forsýningum Da Vinci lykilsins er myndin í "uppnámi" vegna þess að amerískir áhorfendur voru ekki ánægðir með hárið á Tom Hanks í myndinni.
Tom Hanks er gersamlega frábær leikari sem maður hefur séð fara á kostum í Cast Away, Forrest Gump, The Ladykillers, Joe Versus the Volcano, Saving Private Ryan, The Terminal og fleiri og fleiri. Nú er mér spurn: gerðu áhorfendur í forsýningu engar athugasemdir við t.d. skeggið í Cast Away, heimskuna í Forrest Gump, snobbið og hrokann í The Ladykillers, hreiminn í The Terminal? Er það eina sem bandarískir áhorfendur hafa áhyggjur af jafn grunnt og hárgreiðsla aðalhetjunnar?
Hver segir svo að það megi ekki vanmeta bandarísku þjóðina...
Tom Hanks er gersamlega frábær leikari sem maður hefur séð fara á kostum í Cast Away, Forrest Gump, The Ladykillers, Joe Versus the Volcano, Saving Private Ryan, The Terminal og fleiri og fleiri. Nú er mér spurn: gerðu áhorfendur í forsýningu engar athugasemdir við t.d. skeggið í Cast Away, heimskuna í Forrest Gump, snobbið og hrokann í The Ladykillers, hreiminn í The Terminal? Er það eina sem bandarískir áhorfendur hafa áhyggjur af jafn grunnt og hárgreiðsla aðalhetjunnar?
Hver segir svo að það megi ekki vanmeta bandarísku þjóðina...
mánudagur, apríl 10, 2006
Það virðist sem að Andríkið fari létt með það, trekk í trekk, að benda á hræsnina í málflutningi þingmanna stjórnarandstöðunnar. Nú síðast varðandi tvö frumvörp Ágústs Ólafar Ágústssonar, varaformanns Samfylkingarinnar, til verndar heimildarmönnum.
sunnudagur, apríl 09, 2006
Að eigna sér heiðurinn að gjörðum annarra
Skv. nýjustu fréttum stendur til að lækka vsk af mat á næsta ári. Það sem ég hugleiddi þegar ég las þetta var hversu langt mundi líða þar til stjórnarandstaðan væri að eigna sér heiðurinn, eða hluta af honum, af þessum lækkunum. Og það stóð ekki á því, sá fyrsti sem ég heyrði í af stjórnarandstöðunni sem tjáði sig um þessa lækkun sagði í annari setningu sem hann sagði að þetta væri nú nokkuð sem Samfylkingin væri búin að tala um í doldinn tíma. Eins og það skipti einhverju máli. Það var hann Össur Skarphéðinsson í Kastljósinu.
Þessi ríkisstjórn var búin að minnast á þessa nálgun í skattalækkunum fyrir nokkru síðan, það er ekki bara Samfylkingin sem hefur talað um þetta. En á það minntist Össur ekki. Það var eins og hann væri að reyna að láta líta út fyrir að það væri Samfylkingunni að hluta að þakka að þetta væri að fara í gang núna. En það er ekki svo, Samfó er í stjórnarandstöðu og er tannlaus nöldurtuðra á meðan svo er. Þannig liggur nú bara í því.
Það breytir því ekki þó að Össur hefur verið betri og beittari en áður eftir að hann tapaði fyrir svilkonu sinni Ingibjörgu Sólrúnu í slagum um formannssætið í Samfylkingunni. Össur blómstrar núna sem aldrei áður en fylgið við Samfó hrynur af þeim undir forrystu ISG, Pandóru.
Þetta er win/win staða. Samfylkingin veikist mikið á sama tíma og við getum notið þess að hlusta og lesa Össur blómstra og brillera.
Þessi ríkisstjórn var búin að minnast á þessa nálgun í skattalækkunum fyrir nokkru síðan, það er ekki bara Samfylkingin sem hefur talað um þetta. En á það minntist Össur ekki. Það var eins og hann væri að reyna að láta líta út fyrir að það væri Samfylkingunni að hluta að þakka að þetta væri að fara í gang núna. En það er ekki svo, Samfó er í stjórnarandstöðu og er tannlaus nöldurtuðra á meðan svo er. Þannig liggur nú bara í því.
Það breytir því ekki þó að Össur hefur verið betri og beittari en áður eftir að hann tapaði fyrir svilkonu sinni Ingibjörgu Sólrúnu í slagum um formannssætið í Samfylkingunni. Össur blómstrar núna sem aldrei áður en fylgið við Samfó hrynur af þeim undir forrystu ISG, Pandóru.
Þetta er win/win staða. Samfylkingin veikist mikið á sama tíma og við getum notið þess að hlusta og lesa Össur blómstra og brillera.
föstudagur, apríl 07, 2006
BlaðurDagur
Stundum rekst maður á ummæli sem reka mann í rogastans eins og ummæli Dags B. Eggertssonar. Dagur er um margt ágætismaður held ég og hefur gert margt gott og vel (hann er þó doldið mikið froðusnakkur, ekki satt?). En eitt af því er EKKI framboð og úthlutun lóða undir einbýlishús í Reykjavík. En samt leyfir hann sér að segja eftirfarandi um þessa úthlutun:
Í sjálfu sér er þetta rétt og satt. En að þau hafi staðið "mjög dyggan vörð" um að enginn gæti hamstrað er orðum (stór)aukið. Klúður og slökkvistarf og okur á lóðum er það sem stendur uppúr í þessari úthlutun.
"Við stóðum mjög dyggan vörð um það að enginn gæti hamstrað, að hver einstaklingur fengi aðeins eina lóð," segir Dagur. "Þeir sem buðu í margar lóðir fengu aðeins eina. Nú gefst tíu nýjum fjölskyldum færi á að koma yfir sig þaki þarna."
Í sjálfu sér er þetta rétt og satt. En að þau hafi staðið "mjög dyggan vörð" um að enginn gæti hamstrað er orðum (stór)aukið. Klúður og slökkvistarf og okur á lóðum er það sem stendur uppúr í þessari úthlutun.
fimmtudagur, apríl 06, 2006
Af Baugsmálinu og kokkun bókhalds
Eftir að hafa lesið yfir þessa nýju ákæruliði í Baugsmálinu stendur einn uppúr sem alvarlegastur að mínu mati. Það er liður III.
Jón Ásgeir skýrir það sem svo að KPMG hafi uppáskrifað ársreikninga alla tíð. Mér finnst hálf skondin svör Jóns Ásgeirs við þessu.
Já, hann spyr að því hverjir hafi verið þolendur. Enda von, menn hafa greinilega ekkert lært af málum eins og Enron og WorldCom, þar sem æðstu stjórnendur kokkuðu bókhaldið til að fegra gengi fyrirtækjana. Fyrirtækja sem fóru svo á hausinn og skildu eftir sviðna jörð og tóma lífeyrissjóði þúsunda manna. Jón sennilega veit vel hverjir eru þolendur í þeim málum. Ársreikningar WorldCom og Enron voru uppáskrifaðir líka.
Það skiptir ekki máli að Baugur fór ekki á hausinn. Það sem skiptir máli er að sumir virðast ekki kunna að höndla frelsi á markaði með almenningshlutafélög og haga sér eins og fífl með fé almennra hluthafa (skv. ákærunum). Og hver er þolandi slíkra gjörða? Almennir hluthafar í félögum á íslenskum markaði.
Þegar Enron og WorldCom málin urðu lýðnum ljós í USA lækkuðu hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum mikið og eru enn ekki búnir að jafna sig. Ástæða: Vantrú á heillindi stjórnenda. Ef Jón Ásgeir hefur gert þetta, að kokka bókhaldið, getur það skapað vantrú á hlutabréfamarkað hérlendis líka. Við höfum séð undanfarna daga hvað smá vantrú á getu bankanna hefur orsakað í gengi bréfa og á hlutabréfamarkaði hérlendis.
Hverjir eru þá þolendur þegar markaðir taka dýfur? Tja, t.d. lífeyrissjóðirnir, stærstu hluthafanir á almennum hlutabréfamarkaði. Spariféð okkar, ekkert minna. Almennir hluthafar, fólk eins og ég og þú.
Já, það er von að Jón Ásgeir spyrji hver þolandinn sé þegar/ef hann kokkar til bókhald Baugs.
"Forstjóri Baugs hf. er ákærður í sjö liðum fyrir meiri háttar bókhaldsbrot og brot gegn hlutafélagalögum með því að hafa rangfært bókhalds Baugs hf. á árunum 2000 og 2001 með tilhæfulausum tekjufærslum, sem höfðu áhrif á afkomutölur félagsins eins og þær birtust í ársreikningum og árshlutareikningum og með því að láta senda tilkynningar um afkomu félagsins, sem m.a. byggðust á þessum röngu færslum, til Verðbréfaþings Íslands. Þetta var m.a. gert í þeim tilgangi að skapa rangar hugmyndir um hag hlutafélags og hafa áhrif á sölu eða söluverð hluta í félaginu."
Jón Ásgeir skýrir það sem svo að KPMG hafi uppáskrifað ársreikninga alla tíð. Mér finnst hálf skondin svör Jóns Ásgeirs við þessu.
"Bókhald Baugs Group hf. hefur verið endurskoðað af KPMG frá stofnun félagsins. Ársreikningar félagsins hafa verið undirritaðir athugasemdalaust allt frá upphafi. Efnahagsreikningur félagsins hefur alla tíð endurspeglað rétta og raunverulega stöðu félagsins. Þegar gert var yfirtökutilboð í hlutabréf Baugs Group og félagið skráð af markaði hér á landi, gerðu hvorki kaupendur né seljendur hlutabréfanna athugasemdir við yfirtökutilboðið þess efnis að efnahagur félagsins væri annar en hann var sýndur í bókhaldi þess. Áhugavert er að velta því fyrir sér hverjir hafi verið endanlegir þolendur þess ef verðmat hlutafjár Baugs var of hátt vegna þess að reikningarnir hafi gefið of bjarta mynd af stöðu félagsins."
Já, hann spyr að því hverjir hafi verið þolendur. Enda von, menn hafa greinilega ekkert lært af málum eins og Enron og WorldCom, þar sem æðstu stjórnendur kokkuðu bókhaldið til að fegra gengi fyrirtækjana. Fyrirtækja sem fóru svo á hausinn og skildu eftir sviðna jörð og tóma lífeyrissjóði þúsunda manna. Jón sennilega veit vel hverjir eru þolendur í þeim málum. Ársreikningar WorldCom og Enron voru uppáskrifaðir líka.
Það skiptir ekki máli að Baugur fór ekki á hausinn. Það sem skiptir máli er að sumir virðast ekki kunna að höndla frelsi á markaði með almenningshlutafélög og haga sér eins og fífl með fé almennra hluthafa (skv. ákærunum). Og hver er þolandi slíkra gjörða? Almennir hluthafar í félögum á íslenskum markaði.
Þegar Enron og WorldCom málin urðu lýðnum ljós í USA lækkuðu hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum mikið og eru enn ekki búnir að jafna sig. Ástæða: Vantrú á heillindi stjórnenda. Ef Jón Ásgeir hefur gert þetta, að kokka bókhaldið, getur það skapað vantrú á hlutabréfamarkað hérlendis líka. Við höfum séð undanfarna daga hvað smá vantrú á getu bankanna hefur orsakað í gengi bréfa og á hlutabréfamarkaði hérlendis.
Hverjir eru þá þolendur þegar markaðir taka dýfur? Tja, t.d. lífeyrissjóðirnir, stærstu hluthafanir á almennum hlutabréfamarkaði. Spariféð okkar, ekkert minna. Almennir hluthafar, fólk eins og ég og þú.
Já, það er von að Jón Ásgeir spyrji hver þolandinn sé þegar/ef hann kokkar til bókhald Baugs.
mánudagur, apríl 03, 2006
Forrest Gump: "Stubid is what stubit is related to"
Að því sögðu, þá er gaman að horfa á snjóinn kyngja niður núna á fullu. Ég setti bílinn minn á sumardekkin í gær :)
Að því sögðu, þá er gaman að horfa á snjóinn kyngja niður núna á fullu. Ég setti bílinn minn á sumardekkin í gær :)
Idol keppnin er að komast á lokastig og á föstudaginn datt Bríet Sunna út. Þó ég beri smá tilfinningar til hennar vegna þess að hún er nafna dóttur minnar (Bríet) og hún syngur vel, þá sýndi hún af sér einstakt dómgreindarleysi og einstaka smekkleysu þegar hún valdi síðara lagið sitt. "You're beautiful" eftir James Fucking Blunt. ÖMURLEGT LAG EFTIR ÖMURLEGAN TÓN"LISTAR"MANN!!! Í Idol keppninni, þegar þrír keppendur eru eftir, og einn dettur út, þá velur maður ekki James Fucking Blunt lag til að syngja. Maður velur slíkt reyndar aldrei yfir höfuð ef manni er annt um þá sem hlusta á.
Ína tók langið "Since you´ve been gone" eftir Kelly Clarkson, rokkað/pönkað lag, kraftmikið og flott. Hún tók áhættu með þessu en hjá mér fær hún stórt respect. Hún er greinilega rokkari í hjarta sínu, og slík hjörtu eru ávalt fögur og lifandi.
Ína tók langið "Since you´ve been gone" eftir Kelly Clarkson, rokkað/pönkað lag, kraftmikið og flott. Hún tók áhættu með þessu en hjá mér fær hún stórt respect. Hún er greinilega rokkari í hjarta sínu, og slík hjörtu eru ávalt fögur og lifandi.
laugardagur, apríl 01, 2006
Það er afskaplega sorglegt í raun, en á sama tíma ætti ekki að koma á óvart, að sjá hvað Frakkar eru sjálfum sér verstir þegar kemur að atvinnumálum. Ég tek svooooo undir orð Þórlinds Kjartanssonar (Hetjuleg barátta fyrir atvinnuleysi) um mótmæli franskra stúdenta og verkalýðsfélaga gegn umbótum í vinnumarkaðsmálum ungs fólks.
Eitt af því sem stuðlar að atvinnuleysi eru hömlur og kvaðir á fyrirtækin. Eitt raunverulegt dæmi t.d. í Frakklandi voru lögin sem skilgreindu vinnuvikuna sem 35 tíma vinnuviku. Það var sagt að með því að fækka tímum starfsmanna í vinnuni (fyrir sömu laun að sjálfsögðu) væri verið að skapa þörf fyrir aukningu starfa. Þetta klikkaði algerlega. Vinnuni var bara troðið á færri tíma. Og það er tvennt sem Þýskaland og Frakkland eiga sameiginlegt. Það er mikið atvinnuleysi og miklar kvaðir á fyrirtæki varðandi starfsmenn.
Þessi mótmæli sem hafa staðið gegn aðgerðum stjórnvalda minna mig á þegar Daewoo varð gjaldþrota
í nóvember 2000. Þá var fyrirtækið í viðræðum við lánadrottna um endurfjármögnun. Lánadrottnar sögðu "við láunum ykkur ef þið segið upp 20.000 starfsmönnum af 220.000". Verkalýðsfélögin í Kóreu sögðu nei við þessu og þar með var Daewoo lýst gjaldþrota. 220.000 manns misstu vinnuna í stað 20.000.
Þetta eru fótsporin sem Frakkar fara í aftur og aftur. Þetta hryggir mig því ég bjó jú þarna í rúmlega 5 ár. En þetta er aðal vandamál Frakka, þeir eru svo miklir sósíalistar. Það er í sál þeirra. Og eins og Churchill sagði þá er glæpur kapítalismans ójöfn dreifing gæða en glæpur sósíalismans jöfn dreifing ömurleikans. Þetta er alltaf að sanna sig, aftur og aftur.
Eitt af því sem stuðlar að atvinnuleysi eru hömlur og kvaðir á fyrirtækin. Eitt raunverulegt dæmi t.d. í Frakklandi voru lögin sem skilgreindu vinnuvikuna sem 35 tíma vinnuviku. Það var sagt að með því að fækka tímum starfsmanna í vinnuni (fyrir sömu laun að sjálfsögðu) væri verið að skapa þörf fyrir aukningu starfa. Þetta klikkaði algerlega. Vinnuni var bara troðið á færri tíma. Og það er tvennt sem Þýskaland og Frakkland eiga sameiginlegt. Það er mikið atvinnuleysi og miklar kvaðir á fyrirtæki varðandi starfsmenn.
Þessi mótmæli sem hafa staðið gegn aðgerðum stjórnvalda minna mig á þegar Daewoo varð gjaldþrota
í nóvember 2000. Þá var fyrirtækið í viðræðum við lánadrottna um endurfjármögnun. Lánadrottnar sögðu "við láunum ykkur ef þið segið upp 20.000 starfsmönnum af 220.000". Verkalýðsfélögin í Kóreu sögðu nei við þessu og þar með var Daewoo lýst gjaldþrota. 220.000 manns misstu vinnuna í stað 20.000.
Þetta eru fótsporin sem Frakkar fara í aftur og aftur. Þetta hryggir mig því ég bjó jú þarna í rúmlega 5 ár. En þetta er aðal vandamál Frakka, þeir eru svo miklir sósíalistar. Það er í sál þeirra. Og eins og Churchill sagði þá er glæpur kapítalismans ójöfn dreifing gæða en glæpur sósíalismans jöfn dreifing ömurleikans. Þetta er alltaf að sanna sig, aftur og aftur.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)