Jeg hef lengi talið mig vera með afbrigðum heilsuhraustann mann, jeg yrði aldrei veikur. En reglulega, svona annað hvert ár, er jeg minntur á það að jeg er nú bara mannlegur sem aðrir.
Nú er jeg kominn með kvef, hálsbólgu og meðfylgjandi hita. Frábært!
Aðrir fjölskyldumeðlimir vorkenna mjer ekkert enda hef jeg lagt áherslu á það að vorkenna ekki eymingjum sem mjer.
En að rökfræði. Sigríður Dögg nokkur, blaðamaður á Frjettablaðinu, sem nýverið birti eigin úttekt á sölu bankanna og varð fræg fyrir, skrifaði frjett í Frjettablaðinu í dag. Þar segir hún að nú hafi komið í ljós að Halldór Ásgrímsson OG fjölskylda hafi átt stærri hlut í einhverju fyrirtæki en gefið hafði verið upp áður. Hið rjetta er að fjölskyldan átti stærri hlut, ekki Halldór. Þannig að rjettast væri að halda Dóra fyrir utan þessa OG yrðingu. En Sigríður Dögg, sannleiksgyðjan sjálf, getur með þessu í raun sagt ósatt án þess þó að ljúga í rauninni. Sniðugt ekki satt?
P.S. Hvernig er þessi nýja stafsetning? Haldið þið að jeg fái Nóbelinn í bloggi í framhaldi?
3 ummæli:
Þú verður að vera samkvæmur sjálfum þér í þessu ef þú vilt fá Nóbelinn. Það er á a.m.k. tveímur stöðum sem þú notar é í blogginu. Einu sinni í ég-i og einu sinni í fréttablaðinu en ég sé ekki greinina meðan ég kommenta sem er mikill galli á þessu kommentakerfi.
Kórrjett hjá þjer kallinn. Jeg er búinn að laga þetta núna enda hryllilegt á að líta að sjá þessi "é" út um allt.
Takk fyrir þessa ábendingu.
Þú færð allavega Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.
Skrifa ummæli