Jamm, það kom að því. Þengill er farinn að skríða. Reyndar "bækslast" hann áfram, þ.e. hann setur hendurnar fram með lófann niður, báðar í einu, og togar sig áfram. Nokkra sentimetra í einu. Sem þýðir að hann getur núna fært sig úr stað á mun árangursríkari máta en hingað til hefur verið raunin. Drengurinn er mjög stoltur af þessu og nýtir sjer þessa nýfundnu hæfileika óspart.
Jeg er mjög stoltur af drengnum líka þó svo að þetta sje eitthvað sem öll börn gera. En þetta þýðir líka að nú verður að gefa drengnum betur gaum þegar hann fer á stjá því Þengill er "handóður" og mjög virkur drengur. Sem þýðir að nú verða allir hlutir innan seilingar Þengils rannsakaðir gaumgæfilega.
þriðjudagur, júní 28, 2005
sunnudagur, júní 19, 2005
Orðinn lasinn!!!
Jeg hef lengi talið mig vera með afbrigðum heilsuhraustann mann, jeg yrði aldrei veikur. En reglulega, svona annað hvert ár, er jeg minntur á það að jeg er nú bara mannlegur sem aðrir.
Nú er jeg kominn með kvef, hálsbólgu og meðfylgjandi hita. Frábært!
Aðrir fjölskyldumeðlimir vorkenna mjer ekkert enda hef jeg lagt áherslu á það að vorkenna ekki eymingjum sem mjer.
En að rökfræði. Sigríður Dögg nokkur, blaðamaður á Frjettablaðinu, sem nýverið birti eigin úttekt á sölu bankanna og varð fræg fyrir, skrifaði frjett í Frjettablaðinu í dag. Þar segir hún að nú hafi komið í ljós að Halldór Ásgrímsson OG fjölskylda hafi átt stærri hlut í einhverju fyrirtæki en gefið hafði verið upp áður. Hið rjetta er að fjölskyldan átti stærri hlut, ekki Halldór. Þannig að rjettast væri að halda Dóra fyrir utan þessa OG yrðingu. En Sigríður Dögg, sannleiksgyðjan sjálf, getur með þessu í raun sagt ósatt án þess þó að ljúga í rauninni. Sniðugt ekki satt?
P.S. Hvernig er þessi nýja stafsetning? Haldið þið að jeg fái Nóbelinn í bloggi í framhaldi?
Nú er jeg kominn með kvef, hálsbólgu og meðfylgjandi hita. Frábært!
Aðrir fjölskyldumeðlimir vorkenna mjer ekkert enda hef jeg lagt áherslu á það að vorkenna ekki eymingjum sem mjer.
En að rökfræði. Sigríður Dögg nokkur, blaðamaður á Frjettablaðinu, sem nýverið birti eigin úttekt á sölu bankanna og varð fræg fyrir, skrifaði frjett í Frjettablaðinu í dag. Þar segir hún að nú hafi komið í ljós að Halldór Ásgrímsson OG fjölskylda hafi átt stærri hlut í einhverju fyrirtæki en gefið hafði verið upp áður. Hið rjetta er að fjölskyldan átti stærri hlut, ekki Halldór. Þannig að rjettast væri að halda Dóra fyrir utan þessa OG yrðingu. En Sigríður Dögg, sannleiksgyðjan sjálf, getur með þessu í raun sagt ósatt án þess þó að ljúga í rauninni. Sniðugt ekki satt?
P.S. Hvernig er þessi nýja stafsetning? Haldið þið að jeg fái Nóbelinn í bloggi í framhaldi?
laugardagur, júní 18, 2005
Lagið um Línu Langsokk er eftir Joda, Jedi riddara
Ég var að hlusta á disk með laginu um Línu Langsokk og var að velta fyrir mér fáránlega lélegum textasmíðum höfundar þess lags, í það minnsta á íslenska vísu. En allt í einu fattaði ég hvar þessi úldni hundur liggur grafinn. Höfundur lagsins er Joda, Jedi riddari! Ég meina, hann er sá eini sem ég veit um sem snýr öllum setningum við á fáránlegan máta og öllum þykir það bara hið besta mál.
Reyndar var dóttir mín að hlusta á diskinn, ég var bara viðstaddur.
Reyndar var dóttir mín að hlusta á diskinn, ég var bara viðstaddur.
laugardagur, júní 11, 2005
Sigurjón Sveinsson, tölvunarfræðingur
Ég er útskrifaður sem tölvunarfræðingur úr Háskólanum í Reykjavík. Loksins. Með 7,7 í aðaleinkunn. Ekki slæmt. Svo héldum við Elsa útskrifarveislu heima sem endaði á Thorvaldsens bar með viðkomu hjá bróður mínum. Hörku fyllerí og stuð.
miðvikudagur, júní 08, 2005
Þengill fór í aðgerð, fékk rör í eyrun - Iron Maiden
Sonur minn fór í smá aðgerð í morgun. Blessaður drengurinn þurfti að fá rör í eyrun enda hefur hann núna fengið sjö sinnum eyrnabólgu þrátt fyrir ungann aldur sinn, átta mánaða. Ég vorkenndi honum svoooooo. Að þurfa að vera haldið þegar hann var svæfður og barðist á móti höldurum sínum, sjálfum foreldrum sínum. Að þurfa svo að vakna ringlaður á ókunnum stað við illa líðan og vont bragð fyrir vitum sínum. Enda grét hann í klukkutíma eftir að hann vaknaði! Mér leið líka illa við að halda honum blessuðum meðan svefngasið var að ná yfirtökum.
En þetta var allt honum fyrir bestu. Kannski hann fyrirgefi okkur.
En svakalegur munur er á honum núna. Fyrir aðgerð var hann mega pirraður, alltaf að klóra sér í eyrunum og gat ekki sofið nema smá lúr í eynu. Núna er hann rólegur og glaður og sefur eins og pabbi sinn (mikið og vel).
Góðar stundir.
Já, svo fór ég með vini mínum Þorfinni á Iron Maiden í gær. Massa flottir tónleikar þó ég hefði viljað fá að heyra eitthvað af nýrri verkum þeirra líka. Þeir tóku bara lög af fyrstu fjórum plötum sínum. T.d. Infinit Dreams hefði verið flott að heyra. Það var ekki eins heitt og á Metallica og stemmningin var massa góð.
En þetta var allt honum fyrir bestu. Kannski hann fyrirgefi okkur.
En svakalegur munur er á honum núna. Fyrir aðgerð var hann mega pirraður, alltaf að klóra sér í eyrunum og gat ekki sofið nema smá lúr í eynu. Núna er hann rólegur og glaður og sefur eins og pabbi sinn (mikið og vel).
Góðar stundir.
Já, svo fór ég með vini mínum Þorfinni á Iron Maiden í gær. Massa flottir tónleikar þó ég hefði viljað fá að heyra eitthvað af nýrri verkum þeirra líka. Þeir tóku bara lög af fyrstu fjórum plötum sínum. T.d. Infinit Dreams hefði verið flott að heyra. Það var ekki eins heitt og á Metallica og stemmningin var massa góð.
föstudagur, júní 03, 2005
Við ætluðum á ættarmót um helgina en þá tóku börnin uppá því að verða veik, bæði í einu. Við neyðumst þ.a.l. til að vera í bænum yfir helgina. Þetta er samsæri.
Alfreð Þorsteinsson og Comical Ali eru vopnbræður ef marka má fréttir stöðvar 2 í kvöld. Alfreð sagði, sem svar við spurningu, að OR hefði ekki tapað fé af glæfra-fjárfestingum sínum í ævintýrum á borð við Línu.Net og risarækjuna. Ég get svo svarið það, þegar hann sagði þetta sá ég fyrir mér Comical Ali í Bagdad með US tanks í baksýninni: "The Americans are not in Bagdad".
Alfreð Þorsteinsson og Comical Ali eru vopnbræður ef marka má fréttir stöðvar 2 í kvöld. Alfreð sagði, sem svar við spurningu, að OR hefði ekki tapað fé af glæfra-fjárfestingum sínum í ævintýrum á borð við Línu.Net og risarækjuna. Ég get svo svarið það, þegar hann sagði þetta sá ég fyrir mér Comical Ali í Bagdad með US tanks í baksýninni: "The Americans are not in Bagdad".
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)