fimmtudagur, september 28, 2006
Til hamingju Þengill minn með daginn. Elsku labbakúturinn minn.
mánudagur, september 25, 2006
Hugmynd: Lesbískar, svartar, dvergvaxnar konur, ásatrúar, sem eru albínóar, skrolla, eru í hjólastól og stundar tásluklám.
Og hvað eiga samtök fyrir þessa einstaklinga að heita?
Samtök Lesbískra Ásatrúaðra og Fatlaðra Albínóa Dvergkvenna Sem Skrolla og Tásluklæmast?
Og hvernig skammstafar maður slíka nafnagift? SLÁFADSST? Og í daglegu kallaður SLÁFAST? Og svo þegar þessi minnihlutahópur sendir frá sér álitsgerði kemur í fréttum að "formaður SLÁFAST" segir hvað-sem-hún-segir.
Í þessum nýja minnihlutahóp er tekið á öllu sem einkennir minnihlutahópa. Húðlitur, kynhneigð, kynlífspreference, talgalli, trú, fötlun, líkamsstærð. Er ég að gleyma einhverju?
fimmtudagur, september 14, 2006
Síðan var haldið í veisluna á hótel Nordica, með smá stoppi í Berjarima, og þar biðu veislugestir eftir okkur með miklum fögnuði. Það var frábær stund að ganga þarna inn og hitta alla sína vini og ættingja sem bíða eftir að fagna með okkur Elsu þessum frábæra degi.
Veislan byrjaði fljótt og var strax augljóst að við höfðum valið vel með Nordica. Starfsfólkið stóð sig rosalega vel, öll aðstaða og umgjörð var frábær og stemmningin sem myndaðist þarna var alveg frábær. Ræður, skemmtiatriði, maturinn, hljómsveitin Vítamín. Allt var frábært og við Elsa nutum svo gestrisni Nordica í svítu frá þeim yfir nóttina.
Þetta var frábær dagur, ekkert klikkaði og það var frábært að njóta slíks unaðsdagar af þessu frábæra tilefni með sínum nánustu.
Ég set inn myndir á ljósmyndaalbúminu mínu fljótlega.
laugardagur, september 09, 2006
Brúðkaup í dag
Myndir munu verða birtar á heimasíðu minni, www.sigurjon.net við fyrsta tækifæri. Einnig er hægt að fylgjast betur með þessum viðburð og aðdraganda hans á www.brudkaup.biz.
sunnudagur, september 03, 2006
Fyrsti áfangastaður var í Heiðmörk rétt við Rauðhóla. Þar var farið í M-16 og farið í fullorðins byssó. Þar var rosalega gaman allt þar til Tóti frændi fótbrotnaði. Hann var að gera árás á flaggið
liðsins míns, steig á dautt tré sem lá við mig, festi fótinn í greinunum, féll á mig og fótbrotnaði. Það var hringt á sjúkrabíl og Tóti fór með honum á slysó. Við heyrðum í honum seinna (reyndar nokkrum sinnum) og hann fór í aðgerð á fætinum um kvöldið til að laga brotið. S.s. það réðst á mig maður í fullum herklæðum og hann vaknaði daginn eftir á gjörgæslu :)
M-16 var leikið af miklum móð og skemmtum við okkur konunglega. Síðan þegar sá leikur var búinn var farið af stað í átt að Jósefsdal í gryfjuna þar. Þar mætti Þorfinnur með enduro-hjólið sitt og ég fékk að spreyta mig á krossarafærni minni, sem er orðin ryðguð og stirð af 15 ára vanrækslu. Ég þeysti á fáki fráum um brautina þar til mér var gefið merki um að hætta. Þá hélt ég í hlaðið enda uppgefinn. Svitinn var svo mikill að meira að segja nærbuxurnar mínar voru gegndrepa af svita, hvað þá hjálmurinn og allur gallinn.
Eftir mótorhjólaþeys var haldið í sundlaug Grafarvogs og farið í sund. Ég fékk þó ekki sundskýlu heldur sundbol, takk fyrir! Eins og það væri einhver hindrun. Steggjunarmeistarar áttuðu sig ekki á því að þeir voru að steggja stegg sem hafði klætt í slíkan bol áður (af illri nauðsyn). Ég fór bara í neðri helminginn og hagræddi honum þannig að bolurinn leit út eins og skýla. Síðan var farið í pottinn og tvær bunur í rennibrautinni. Þar var skorað á mig að fara í bolinn alveg og ég varð við því. Maður verður jú að taka þátt í þessu :)
Eftir sundlaugarferð var farið heim til Valda og þar var byrjað að sturta í sig og pantaðar pizzur. PAAAAAAARRRTÍÍÍÍÍÍÍ! Þungarokki blastað í botni. Anthrax, Slipknot, Metallica, Slayer. Og 10 sek. af Britney Spears upp á jókið. Ég skemmti mér vel, svo vel að ég endaði á því að faðma keramikið og leggjast í sófann. Síðan var mér skutlað heim í leigubíl og Þorfinnur fylgdi mér inn, svona til að tryggja það að ég færi alla leið heim, 100%. Strákarnir héldu svo áfram djamminu í bænum í einhvern tíma.Ég vill þakka fyrir mig, þessi steggjum var frábær og sýndi mér hvað ég á góða vini.