Við Elsa fórum í hádegismat saman í dag í fyrsta sinn eftir að námi lauk hjá henni. Við fórum á Lækjarbrekku og fengum þar ágætis mat. En þetta var einstök lífsreynsla. Klukkan var um hádegi þegar við fórum inn og þar tók ég eftir því að klukka sú, er mælir tímann á Lækjarbrekku, stöðvaðist á hádegi. Tíminn stoppaði þarna. Þetta var furðuleg lífsreynsla, sérstaklega fyrir þær sakir að ekkert óvenjulegt gerðist. Lífið hélt áfram sinn vanagang í þessu tímaleysi þarna inni.
Síðan lukum við mat okkar, borguðum og fórum út. Þegar út var komið var mér litið á armbandsúr mitt og viti menn, tíminn var aftur farinn af stað og var meira að segja kominn langt yfir hádegi. Þannig að tímalega séð var eins og þetta hefði aldrei gerst. Atburðurinn var algerlega einangraður við Lækjabrekku.
Nú þarf ég aftur á móti að fara að díla við þennan tvífara minn sem varð til við þetta. Gaurinn er nákvæmlega eins og ég nema hvað að hann hagar sér eins og hann hafi fæðst í dag, man ekkert, og svo talar hann aftur-á-bak. Það verður gaman að útskýra þetta fyrir fjölskyldu minni. Að ég eigi núna tvífara/burabróður sem man ekkert sem gerðist fyrir hádegi 29.06.2006 og ekki er hægt að tala við nema aftur-á-bak (eða að maður skilji sjálfur aftur-á-bak).
fimmtudagur, júní 29, 2006
mánudagur, júní 26, 2006
Ég er algerlega búinn að missa allt álit á Michael Schumacher eftir atvikið í Mónakó þar sem hann lagði bílnum í síðustu beygjunni til að enginn gæti bætt tíma hans í tímatökum, sem þá var sá besti. Þessi álitsmissir minn á sér aðdraganda. 1994 keyrði Schumacher á Damon Hill og við það varð Hill ekki heimsmeistari heldur Schumacher. 1997 keyrði Schumacher viljandi á Villeneuve til að reyna að hindra hann í að taka fram úr sér og þar með vinna heimsmeistaratitilinn af Schumacher.
Og núna um daginn lagði hann bílnum í Mónakó.
Maðurinn kann að keyra, því er ekki að neita. Hann er jafnvel sá besti í heimi í dag. En ef það er enginn heiður, engin æra á bak við þetta þá er betra heima setið en af stað farið. Ef maðurinn getur ekki setið undir því að aðrir vinni hann á heiðarlegan máta og beitir slíkum brögðum sem ég hef talið hér upp þá á hann bara að hætta að kalla sig íþróttamann.
Og núna um daginn lagði hann bílnum í Mónakó.
Maðurinn kann að keyra, því er ekki að neita. Hann er jafnvel sá besti í heimi í dag. En ef það er enginn heiður, engin æra á bak við þetta þá er betra heima setið en af stað farið. Ef maðurinn getur ekki setið undir því að aðrir vinni hann á heiðarlegan máta og beitir slíkum brögðum sem ég hef talið hér upp þá á hann bara að hætta að kalla sig íþróttamann.
þriðjudagur, júní 13, 2006
Ég lenti í ógurlegum veikindum í síðustu viku. Var með 40 stiga hita í tvo daga og er ennþá að ná mér. Þengill var nýbúinn að vera með sama hita, greyið litla. Hann var þó hugrakkur og duglegur, og er núna kominn á tveggja vikna pensilínkúr til að laga skaðann eftir þau veikindi.
Einnig kom það í ljós að við urðum að rifta kauptilboði okkar í Garðsstaði. Handvömm af hálfu fasteignasalans olli því að ekki var hægt að fá lán út á húsnæðið, og hann má því eiga heiðurinn að öllu því klúðri. Lesandi góður, ef þú einhvern tíma þarft að eiga viðskipti við Draumahús, hafðu varann á.
Ég fékk mér þó annað. Jeppa, Toyota Land Cruiser, breyttan á 35" dekkjum og alles. Virkilega skemmtilegur bíll. Nú verður farið að jeppast á fullu.
Nú, svo líkur í kvöld námskeiði í svifvængjum, sem ég skráði mig í. Þetta er svakalega gaman og eitthvað sem ég á eftir að leggja fyrir mig. Að fljúga.
Einnig kom það í ljós að við urðum að rifta kauptilboði okkar í Garðsstaði. Handvömm af hálfu fasteignasalans olli því að ekki var hægt að fá lán út á húsnæðið, og hann má því eiga heiðurinn að öllu því klúðri. Lesandi góður, ef þú einhvern tíma þarft að eiga viðskipti við Draumahús, hafðu varann á.
Ég fékk mér þó annað. Jeppa, Toyota Land Cruiser, breyttan á 35" dekkjum og alles. Virkilega skemmtilegur bíll. Nú verður farið að jeppast á fullu.
Nú, svo líkur í kvöld námskeiði í svifvængjum, sem ég skráði mig í. Þetta er svakalega gaman og eitthvað sem ég á eftir að leggja fyrir mig. Að fljúga.
föstudagur, júní 02, 2006
Bríet á afmæli í dag, 4ja ára!
Litla steplan mín, Bríet prinsessa af Berjarima, á afmæli í dag. Hún er 4ja ára. Hún fagnar afmælinu sínu í dag í látleysi en afmælisveislan verður keyrð síðar. Dagsetningin er þó í óvissu.
Dúllan mín er þó lasin í dag, var allt í einu komin með hita í gærkvöldi. Þannig að ekki verður fagnað afmæli í leikskólanum í dag. Það verður að bíða.
Dúllan mín er þó lasin í dag, var allt í einu komin með hita í gærkvöldi. Þannig að ekki verður fagnað afmæli í leikskólanum í dag. Það verður að bíða.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)