Við Elsa vorum í ferðalagi í Baltimore ásamt trem öðrum hjónum. Skemmtileg ferð um margt, mikið borðað.
En ég sá skó sem ég mátaði og keypti meira að segja, enda voða flottir. Það sem vakti þó athygli mína var að á kassanum stóð "metal detector friendly". Það þykir þá s.s. kostur í Bandaríkjunum að skór komist í gegnum málmleitartæki án þess að þau bípi.
Þetta segir held ég margt um það þjóðfélag sem þar er.
mánudagur, nóvember 27, 2006
laugardagur, nóvember 04, 2006
Bankar mega fara úr landi
Ögmundur Jónasson, alþingismaður og formaður BSRB, segir það vinnandi að senda viskiptabankana úr landi til að geta aukið jöfnuð í samfélaginu. Ögmundur segir misskiptingu og ranglæti þrífast og breiða úr sér sem aldrei fyrr. Bankarnir greiði aðeins 12 milljarða fjármagnstekjuskatt af 120 milljarða hagnaði og hóti að hverfa úr landi verði skatturinn hækkaður.
Spurning sé hvort jafnaðrsamfélaginu sé fórnandi fyrir 12 milljarða og nokkra stráka og stelpur í silkifötum. "Er þotuliðinu fórnandi fyrir meiri jöfnuð og félagslegt réttlæti? Mitt svar er já," skrifar Ögmundur.
Ég las þessi orð Ögmundar í morgun og ég er búinn að vera hálf ónýtur maður í allann dag út af þessu. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Ögmundi og virt hann mikils (ég er btw sjalli af frjálshyggjuvængnum). En svo opnaði ég Fréttablaðið í morgun og las þessa grein. Reyndar var ég svo lukkulegur að kíkja á heimasíðu hans og sá þá að hann var að vitna í einhverja Ólínu sem greinilega er úti á túni því bankarnir greiða 18% skatt af hagnaði og svo eru 10% skattar á útgreiddan arð. En hvað um það, Ögmundur gerir hennar orð að sínum...
Ögmundur gælir þarna við það að senda bankana úr landi af því að þeir græða of mikið, allt í nafni þess að réttlæta jöfnuð. Hann setur sig í bloggi sínu samþykkann orðum þessarar Ólínu (sem hann vitnar ekki beint í) án þess að gera þessar skoðanir sínar beint.
Það vill nú svo til að ég er bankastarfsmaður í KB banka. Og var í dag á starfsdegi KB banka. Og þar voru kynntar til sögunnar tölur af því að fjármálastarfsemi í landinu er farinn að vera meira virði en ALLUR SJÁVARÚTVEGUR TIL SAMANS. Þannig að það sem situr í mér eftir daginn er þetta:
Skv. Ögmundi í gegum órædda Ólínu, er það réttlætanlegt að reka bankastarfsemi úr landi, gera hana brottræka, í nafni jöfnuðar. Vegna þess að einhverjir græða í fjársýslu, á meðan að einhver hópur hefur það skítt, þá á að reka þá úr landi sem eru búnir á örfáum árum að skapa hagkerfi sem er öflugra en allur sjávarútvegur landsins. Reka úr landi lánastarfsemina, frumkvöðlastarfsemina, styrkina, allann kraftinn sem með/frá bönkunum kemur? Þetta segir Ögmundur (vitnandi í ónefnda Ólínu) á sama tíma og Framtíðarlandið er hafið upp til himna sem einhver alhliðarlausn á framtíðaratvinnu landans, sérstaklega af vinstri-græna vængnum. What the fuck???? Hvað í fjandanum heldur Ögmundur að Framtíðarlandið sé, ef ekki sá kraftur og það frumkvöðlaafl sem einkavæðing bankanna leysti úr læðingi? Eitthvað krem úr dós? Í hvaða Never-Never landi býr Ögmundur eiginlega?
Ég var sorgmæddur í dag jafnframt því að læra um það hvað bankinn hefur verið að standa sig vel. Maður er ég bar virðingu fyrir, mikla, er nú nakinn fyrir mér sem kjáni af eðalklassa. En er þó ekki í silkifötum eins og "stelpurnar og strákarnir í silkifötunum" í bönkunum. Hvaða banka er hann að tala um? Í hvaða útibúum eru starfsmenn/konur í silkifötum? Og á hann enga hagsmuna að gæta, verandi formaður BSRB?
Af hverju pirrar það mig að Ögmundur sannar mín orð og Winston Churchill?
Og þetta er maðurinn sem er formaður BSRB!!!!!!!!
P.S. Það er greinilegt að hann Ögmundur hefur nú eitthvað breytt blogginu sínu síðan á laugardaginn, dregið úr þyngd orða sinna. Það eru s.s. fleiri bloggarar af Alþingi, aðrir en Björn Bjarna, sem kunna að breyta sínum texta þegar viðbrögðin eru hörð.
Ögmundur Jónasson, alþingismaður og formaður BSRB, segir það vinnandi að senda viskiptabankana úr landi til að geta aukið jöfnuð í samfélaginu. Ögmundur segir misskiptingu og ranglæti þrífast og breiða úr sér sem aldrei fyrr. Bankarnir greiði aðeins 12 milljarða fjármagnstekjuskatt af 120 milljarða hagnaði og hóti að hverfa úr landi verði skatturinn hækkaður.
Spurning sé hvort jafnaðrsamfélaginu sé fórnandi fyrir 12 milljarða og nokkra stráka og stelpur í silkifötum. "Er þotuliðinu fórnandi fyrir meiri jöfnuð og félagslegt réttlæti? Mitt svar er já," skrifar Ögmundur.
Ég las þessi orð Ögmundar í morgun og ég er búinn að vera hálf ónýtur maður í allann dag út af þessu. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Ögmundi og virt hann mikils (ég er btw sjalli af frjálshyggjuvængnum). En svo opnaði ég Fréttablaðið í morgun og las þessa grein. Reyndar var ég svo lukkulegur að kíkja á heimasíðu hans og sá þá að hann var að vitna í einhverja Ólínu sem greinilega er úti á túni því bankarnir greiða 18% skatt af hagnaði og svo eru 10% skattar á útgreiddan arð. En hvað um það, Ögmundur gerir hennar orð að sínum...
Ögmundur gælir þarna við það að senda bankana úr landi af því að þeir græða of mikið, allt í nafni þess að réttlæta jöfnuð. Hann setur sig í bloggi sínu samþykkann orðum þessarar Ólínu (sem hann vitnar ekki beint í) án þess að gera þessar skoðanir sínar beint.
Það vill nú svo til að ég er bankastarfsmaður í KB banka. Og var í dag á starfsdegi KB banka. Og þar voru kynntar til sögunnar tölur af því að fjármálastarfsemi í landinu er farinn að vera meira virði en ALLUR SJÁVARÚTVEGUR TIL SAMANS. Þannig að það sem situr í mér eftir daginn er þetta:
Skv. Ögmundi í gegum órædda Ólínu, er það réttlætanlegt að reka bankastarfsemi úr landi, gera hana brottræka, í nafni jöfnuðar. Vegna þess að einhverjir græða í fjársýslu, á meðan að einhver hópur hefur það skítt, þá á að reka þá úr landi sem eru búnir á örfáum árum að skapa hagkerfi sem er öflugra en allur sjávarútvegur landsins. Reka úr landi lánastarfsemina, frumkvöðlastarfsemina, styrkina, allann kraftinn sem með/frá bönkunum kemur? Þetta segir Ögmundur (vitnandi í ónefnda Ólínu) á sama tíma og Framtíðarlandið er hafið upp til himna sem einhver alhliðarlausn á framtíðaratvinnu landans, sérstaklega af vinstri-græna vængnum. What the fuck???? Hvað í fjandanum heldur Ögmundur að Framtíðarlandið sé, ef ekki sá kraftur og það frumkvöðlaafl sem einkavæðing bankanna leysti úr læðingi? Eitthvað krem úr dós? Í hvaða Never-Never landi býr Ögmundur eiginlega?
Ég var sorgmæddur í dag jafnframt því að læra um það hvað bankinn hefur verið að standa sig vel. Maður er ég bar virðingu fyrir, mikla, er nú nakinn fyrir mér sem kjáni af eðalklassa. En er þó ekki í silkifötum eins og "stelpurnar og strákarnir í silkifötunum" í bönkunum. Hvaða banka er hann að tala um? Í hvaða útibúum eru starfsmenn/konur í silkifötum? Og á hann enga hagsmuna að gæta, verandi formaður BSRB?
KB banki borgaði í ár 9 milljarða í samanlagða skatta. Skattar bankans + skattar starfsmanna og tryggingargjöld. Er það ekkert? Er það eitthvað til að reka úr landi? Fyrir utan það hefur bankinn gefið, GEFIÐ, 600 milljónir í styrki fyrir ýmis málefni, aðallega lýknarmál, s.l. 3 ár. Í dag, kl. 4. gaf bankinn 40 milljónir til Krabbameinsfélags Íslands til að kaupa nýja byltingakennda brjóstakrabbameinsleitar vél sem eflir krabbameinsleit kvenna. Þetta vill Ögmundur reka úr landinu til að réttlæta einhvern HELVÍTIS jöfnuð!!!!!!!!!
Af hverju pirrar það mig að Ögmundur sannar mín orð og Winston Churchill?
Og þetta er maðurinn sem er formaður BSRB!!!!!!!!
P.S. Það er greinilegt að hann Ögmundur hefur nú eitthvað breytt blogginu sínu síðan á laugardaginn, dregið úr þyngd orða sinna. Það eru s.s. fleiri bloggarar af Alþingi, aðrir en Björn Bjarna, sem kunna að breyta sínum texta þegar viðbrögðin eru hörð.
föstudagur, nóvember 03, 2006
Við Elsa fórum í gær á tónleika hjá Sinfóníunni. Þar voru flutt tvö verk, píanókonsert nr. 3 eftir Beethoven og 4. sinfónía Brahms. Hvoru tveggja stórkostleg verk og þótti mér þó meira til píanókonsertsins koma. Víkingur Heiðar Ólafsson, 22ja ára Íslendingur, lék á píanó og ég segi bara eins og vil meina, þetta var fluttningur á heimsmælikvarða. Þvílíkt talent hér á ferð. Enda búinn með BA í Julliard og að klára MA í sama skóla núna.
Manni vöknaði um augun nokkrum sinnum og ég ætla að sjá þennan unga mann spila aftur, það er alveg á hreinu. Hann tók svo tvö encore lög, það seinna eftir Chopin en það fyrra í óvissu. Ætla mér einnig að komast að því.
Manni vöknaði um augun nokkrum sinnum og ég ætla að sjá þennan unga mann spila aftur, það er alveg á hreinu. Hann tók svo tvö encore lög, það seinna eftir Chopin en það fyrra í óvissu. Ætla mér einnig að komast að því.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)