Ég horfði á mynd í gærkvöldi sem heitir Syriana og satt best að segja hafði hún mikil áhrif á mig. Í fyrsta lagi hef ég aldrei haft svo mikið álit á George Clooney en þarna fór hann á kostum, frábær leikur.
Í annan stað fjallar myndin um afskipti og áhrif Bandaríkjanna (og annarra ríkja) ásamt stórfyritækjum á framgang lýðræðis í ríkjum þar sem viðskiptahagsmunir eru miklir.
Þessi mynd situr í mér. Hún er góð, vel leikin, vel tekin, vel skrifuð og bendir á mikilvægt málefni.
laugardagur, janúar 28, 2006
miðvikudagur, janúar 18, 2006
Stofna á skemmti- og fræðasetur á sviði vísinda og tækni með samstarfi einhverja háskóla. Maður nokkur, Valdimar Össurarson, ferðaþjónustumaður í Villingaholtshreppi í Flóa á Suðurlandi, segir að hann hafi unnið að mjög líkri hugmynd í hartnær þrjú ár og kynnt þá hugmynd fyrir einmitt Ara Ólafssyni, forsvarsmanni þessa nýja framtaks og dósent í eðlisfræði, sem og öðrum aðilum að hinu svo sjálfkallaða háskólasamfélagi. Þetta nýja framtak var í engu með samráði við Valdimar.
Mig grunar að þarna sé á ferð menntahroki. Að þetta svokallaða "háskólasamfélag" ætlar að koma á fót n.k. skemmti- og fræðslumiðstöð (af hverju er allt kallað setur í þessu "háskólasamfélagi"?), sem var hugmynd Valdimars, en vegna þess að hann er ekki í elítunni þá er gengið framhjá frumkvæði hans.
Það er alltaf gaman að heyra háskólakennara og starfsmenn háskólanna tala um sjálfa sig og háskólana. Mjög oft mætti halda af orðum og tali þeirra að sólin sé ekki miðja alheimsins heldur háskólarnir. Sjálfsumgleðin alveg að fara með þetta lið.
Mig grunar að þarna sé á ferð menntahroki. Að þetta svokallaða "háskólasamfélag" ætlar að koma á fót n.k. skemmti- og fræðslumiðstöð (af hverju er allt kallað setur í þessu "háskólasamfélagi"?), sem var hugmynd Valdimars, en vegna þess að hann er ekki í elítunni þá er gengið framhjá frumkvæði hans.
Það er alltaf gaman að heyra háskólakennara og starfsmenn háskólanna tala um sjálfa sig og háskólana. Mjög oft mætti halda af orðum og tali þeirra að sólin sé ekki miðja alheimsins heldur háskólarnir. Sjálfsumgleðin alveg að fara með þetta lið.
föstudagur, janúar 13, 2006
Top 20 things likely to be overheard if you had a Klingon Programmer:
Rakst á þennan klassíska brandara fyrir forritara/Trekkara eða forritara+Trekkara.
- Defensive programming? Never! Klingon programs are always on the offense. Yes, offensive programming is what we do best.
- Specifications are for the weak and timid!
- This machine is GAGH! I need dual Pentium processors if I am to do battle with this code!
- You cannot really appreciate Dilbert unless you've read it in the original Klingon.
- Indentation?! - I will show you how to indent when I indent your skull!
- What is this talk of 'release'? Klingons do not make software 'releases'. Our software 'escapes' leaving a bloody trail of designers and quality assurance people in its wake.
- Klingon function calls do not have 'parameters' - they have 'arguments' -- and they ALWAYS WIN THEM.
- Debugging? Klingons do not debug. Our software does not coddle the weak. Bugs are good for building character in the user.
- I have challenged the entire ISO-9000 quality assurance team to a Bat-Leth contest on the holodeck. They will not concern us again.
- A TRUE Klingon Warrior does not comment his code!
- By filing this bug report you have challenged the honor of my family. Prepare to die!
- You question the worthiness of my code? I should kill you where you stand!
- Our users will know fear and cower before our software! Ship it! Ship it and let them flee like the dogs they are!
- Our competitors are without honor!
- Python? That is for children. A Klingon Warrior uses only machine code, keyed in on the front panel switches in raw binary.
- Klingon programs don't do accountancy. For that, you need a Ferengi.
- Klingon multitasking systems do not support "time-sharing". When a Klingon program wants to run, it challenges the scheduler in hand-to-hand combat and owns the machine.
- Perhaps it IS a good day to die! I say we ship it!
- My program has just dumped Stova Core!
- Behold, the keyboard of Kalis! The greatest Klingon code warrior that ever lived!
þriðjudagur, janúar 10, 2006
miðvikudagur, janúar 04, 2006
Ég trúði varla eigin augum þegar ég opnaði Fréttablaðið í morgun. Þar var birt nafn mannsins sem lést í Kólumbíu við svifvængjaflug. Hann hét Rúnar V. Jensson og starfaði í Háskólanum í Reykjavík sem kerfisstjóri.
Mér hlotnaðist sá heiður að kynnast Rúnari þegar ég var nemandi í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík. Hann var frábær kerfisstjóri og var allur af vilja gerður við að aðstoða nemendur og starfsfólk háskólans. Hann var alltaf hlýlegur og brosmildur og snöggur til við að aðstoða.
Ég votta fjölskyldu hans og vinum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Rúnar var drengur góður og hans verður sárt saknað.
Mér hlotnaðist sá heiður að kynnast Rúnari þegar ég var nemandi í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík. Hann var frábær kerfisstjóri og var allur af vilja gerður við að aðstoða nemendur og starfsfólk háskólans. Hann var alltaf hlýlegur og brosmildur og snöggur til við að aðstoða.
Ég votta fjölskyldu hans og vinum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Rúnar var drengur góður og hans verður sárt saknað.
sunnudagur, janúar 01, 2006
Gleðilegt nýtt ár
Ég vill óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakka þau liðnu. Við fjölskyldan eyddum áramótunum á Akureyri há Sigrúnu, systur Elsu, og fjölskyldu hennar. Virkilega gaman.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)