Það er súrsæt tilfinning að verða að vitni að tilburðum Vinstri-Grænna við að hafa áhrif á efnahagsmál landsins. Vinstri-Grænir eru búnir smíða frumvarp þess eðlis að þurfi vinnuveitendur að segja upp starfsmanni skuli fylgja því skrifleg forsenda uppsagnarinnar. Þetta hljómar sakleysislega en endurspeglar þessar hugsanavillur kommana og vilja þeirra til ríkisafskipta í atvinnulífinu.
Það er lítið mál svosum að koma með rök fyrir uppsögn. "Kvikindið er ljótt og leiðinlegt og hrútlatt" gæti jafnvel dugað sem ástæða í slíku plaggi. En það að setja slíkar kvaðir (og aðrar kannski í bígerð í kommasmiðjum) er hættulegt. Það þarf ekki að fara langt til að sjá hvernig slík afskipti enda. Í Þýskalandi og Frakklandi er mikið atvinnuleysi og atvinnulífið er í járnum. Þar hafa sterk verkalýðsfélög á villigötum tekið vinnuveitendur í gíslingu með reglugerðum á borð við 35 tíma vinnuviku í Frakklandi. Einnig kvaðir sem gera alla starfsmenn mjög dýra fyrir vinnuveitendur eins og það að það er mjög erfitt að segja upp starfsfólki þegar illa gengur (Þýskaland). Vegna þessara kvaða halda vinnuveitendur að sér höndunum og eru mjög ófúsir við að ráða fólk. Það er einfaldlega of dýrt. Og hver er afleiðingin? Atvinnuleysi.
Annað við þessa tillögu. Ráðningarsamningur milli tveggja aðila er gagnkvæmt samkomulag þeirra um skipti á gæðum, peningar fyrir vinnuframlag. Einfalt. En af einhverjum sökum er réttarstaða atvinnurekenda við uppsagnir erfiðari en launafólks. Fólkið getur svo gott sem labbað út einn daginn án þess að gefa neinar skýringar. Hætt sí svona. En vinnuveitandi þarf að segja upp starfsfólki á mun strangari máta og á von á lögsókn og sektum ef brotalöm er þar á. Ekki beint sanngjarnt en kannski ill nauðsyn í sögulegu samhengi (misnotkun vinnveitenda á starfsfólki).
Ðe fænalpóint ís.
Kommar + efnahagsstjórn = Vatn + Olía = Getur ekki virkað vel saman.