Það er afskaplega sorglegt í raun, en á sama tíma ætti ekki að koma á óvart, að sjá hvað Frakkar eru sjálfum sér verstir þegar kemur að atvinnumálum. Ég tek svooooo undir orð Þórlinds Kjartanssonar (Hetjuleg barátta fyrir atvinnuleysi) um mótmæli franskra stúdenta og verkalýðsfélaga gegn umbótum í vinnumarkaðsmálum ungs fólks.
Eitt af því sem stuðlar að atvinnuleysi eru hömlur og kvaðir á fyrirtækin. Eitt raunverulegt dæmi t.d. í Frakklandi voru lögin sem skilgreindu vinnuvikuna sem 35 tíma vinnuviku. Það var sagt að með því að fækka tímum starfsmanna í vinnuni (fyrir sömu laun að sjálfsögðu) væri verið að skapa þörf fyrir aukningu starfa. Þetta klikkaði algerlega. Vinnuni var bara troðið á færri tíma. Og það er tvennt sem Þýskaland og Frakkland eiga sameiginlegt. Það er mikið atvinnuleysi og miklar kvaðir á fyrirtæki varðandi starfsmenn.
Þessi mótmæli sem hafa staðið gegn aðgerðum stjórnvalda minna mig á þegar Daewoo varð gjaldþrota
í nóvember 2000. Þá var fyrirtækið í viðræðum við lánadrottna um endurfjármögnun. Lánadrottnar sögðu "við láunum ykkur ef þið segið upp 20.000 starfsmönnum af 220.000". Verkalýðsfélögin í Kóreu sögðu nei við þessu og þar með var Daewoo lýst gjaldþrota. 220.000 manns misstu vinnuna í stað 20.000.
Þetta eru fótsporin sem Frakkar fara í aftur og aftur. Þetta hryggir mig því ég bjó jú þarna í rúmlega 5 ár. En þetta er aðal vandamál Frakka, þeir eru svo miklir sósíalistar. Það er í sál þeirra. Og eins og Churchill sagði þá er glæpur kapítalismans ójöfn dreifing gæða en glæpur sósíalismans jöfn dreifing ömurleikans. Þetta er alltaf að sanna sig, aftur og aftur.
Já sammála þessu.
SvaraEyða